„Það er stórsókn Framsóknar út um allt land“

Lilja er sátt með þær tölur sem hafa verið birtar.
Lilja er sátt með þær tölur sem hafa verið birtar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er stórsókn Framsóknar út um allt land. Það er ljóst að við erum með glæsilegt lið út um allt land og við sjáum að fólk kann að meta okkar frambjóðendur.“

Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is um þær tölur sem hafa verið birtar um allt land.

Það er góð stemning á kosningavöku Framsóknar.
Það er góð stemning á kosningavöku Framsóknar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fólkið skiptir máli

Spurð hvað það sé sem valdi þessum tölum um land allt segir Lilja: „Það eru þær hugsjónir sem við erum með. Við viljum framfarir í samfélaginu okkar en svo eru við líka með heiðarlegt fólk í framboði. Kjósendur kunna að meta það.“

„Fólkið skiptir gríðarlegu máli, sérstaklega á sveitarstjórnarstiginu,“ bætir hún við.

Þá segir Lilja að hún hafa verið á ferðalagi um land allt og fundið þennan meðbyr. Því komi þessar tölur ekki á óvart.

mbl.is