Vonast til að meirihlutinn í borginni falli

„Það er auðvitað mikið af tölum sem eiga eftir að koma,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólamála- iðnaðar- og nýsköpunar um gengi Sjálfstæðisflokksins það sem af er talningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum víða um land. 

Víðast hvar hefur Sjálfstæðisflokkurinn tapað atkvæðum, m.a. í Hveragerði, Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði. 

„Þetta verður fróðlegt fram eftir kvöldi,“ sagði Áslaug við blaðamann mbl.is. Þá sagðist Áslaug vonast til þess að meirihlutinn í Reykjavík eigi eftir að falla þegar lokatölur liggja fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert