Könnun Gallup reyndist áreiðanlegust

Meðalfrávik voru hæst hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni.
Meðalfrávik voru hæst hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Eggert Jóhannesson

Meðalfrávik Gallup er lægst af þeim kannanafyrirtækjum sem birtu fylgiskannanir fyrir nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar, að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig var sú könnun áreiðanlegust eftir á að hyggja. 

Er þá litið til könnunar sem Gallup birti þann 13. maí, en meðalfrávik hennar frá niðurstöðum kosninga var ekki nema 1,2 prósentustig. 

Stærstu flokkarnir komu mest á óvart

Sé einungis litið til þeirra flokka sem náðu fulltrúa inn í borgarstjórn var meðalfrávikið 1,6 prósentustig. 

Meðalfrávik voru hæst hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni, eða um 3,3 prósentustig. Niðurstöður Gallup voru innan vikmarka hjá öllum öðrum flokkum en þessum tveimur. 

Síðustu daga mælingar Gallup kom fram stígandi hækkun á fylgi Framsóknarflokksins, sem svo endurspeglaðist í úrslitum kosninga. 

Hér má sjá niðurstöðurnar bornar saman við síðustu könnun Gallup.
Hér má sjá niðurstöðurnar bornar saman við síðustu könnun Gallup. Ljósmynd/ skjáskot úr skýrslu

Frammistaða í síðustu umræðum

Gallup bendir á að frammistaða oddvita í pallborðsumræðum kvöldið fyrir kosningar, hafi oft val á áhrif kjósenda.

Margt annað kunni einnig að spila inn í. Heildarniðurstaðan úr samanburði á úrslitum kosninga og síðustu könnun Gallup verði því að teljast mjög góð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert