Allt rétt í Garðabæ

Hér má sjá einbeitta teljendur.
Hér má sjá einbeitta teljendur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Endurtalningu í Garðabæ var að ljúka, en hún hófst klukkan 16:00 í dag. Niðurstöður hennar leiddu í ljós að talningin á laugardag var hárrétt. 

„Niðurstaðan var sú, eftir aðra eftir talningu og yfirferð á flokkun allra atkvæða, að þetta var 100% hjá okkur, stemmdi upp á hvert einasta atkvæði,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður kjörstjórnar í Garðabæ.

Varpar öndinni léttar

Hún kveðst fegin því að fá staðfestingu á að vinnubrögðin hafi verið til fyrirmyndar. „Nú geta allir geta varpað öndinni léttar.“

Endurtalningin var að ósk Garðabæjarlistans, sem var aðeins örfáum atkvæðum frá því að ná inn manni til viðbótar, á kostnað Sjálfstæðisflokksins. 

mbl.is