Góð tilfinning fyrir viðræðunum á Akureyri

Hlynur Jóhannesson, bæjarfulltrúi Miðflokksins á Akureyri.
Hlynur Jóhannesson, bæjarfulltrúi Miðflokksins á Akureyri. Ljósmynd/Miðflokkurinn

Ágreiningsefnin eiga ekki að vera mörg, að mati Hlyns Jóhannessonar, oddvita og bæjarfulltrúa Miðflokksins á Akureyri. 

Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Miðflokkurinn munu funda í kvöld og er það fyrsti formlegi fundurinn. Hlynur játar þó að samtal hafi nú þegar átt sér stað um mögulegt samstarf þeirra á milli. 

Allt fólk sem vilji vel fyrir bæinn

„Ég er bara með góða tilfinningu fyrir þessu, þetta er allt fólk sem vill vel fyrir bæinn.“

Hann kveðst ekki koma að borðinu með neinar sérstakar kröfur en það séu þó viss málefni sem hann vilji sjá að fái framgöngu. 

Stefnur flokkanna eru ekki ólíkar að hans mati, spurningin sé helst um hvernig sé best að nálgast þær. 

„Við munum sjá í kvöld hvort þetta gangi upp eða ekki en ég held að við munum jafnvel ná að loka þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert