Meirihlutaþreifingar milli flestra flokka

Einar Þorsteinsson og Hildur Björnsdóttir, oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í …
Einar Þorsteinsson og Hildur Björnsdóttir, oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í borginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óformlegar viðræður milli oddvita borgarstjórnarflokka í Reykjavík héldu áfram í gær, bæði með fundahöldum og símtölum. Sem fyrr hverfist umræðan mikið um Framsókn, hvort hún vilji fremur horfa til hægri eða vinstri.

Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, átti langan fund með Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknar, í gær og segja kunnugir að hann hafi verið árangursríkur til þess að glöggva sig á stöðu og mögulegum samstarfsflötum. Af fasi Hildar var ljóst að hún var hæstánægð með fundinn.

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að hún hafi átt fleiri fundi með borgarfulltrúum annarra flokka í gær. Ekki þó fulltrúa Samfylkingar.

Af samtölum við ýmsa borgarfulltrúa að dæma er staðan enn þá galopin og fátt hægt að útiloka umfram það sem leiðir af yfirlýsingum Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Þannig segir Samfylkingarfólk samstarf við Sjálfstæðisflokk langsótt, en vill þó ekki hafna því fortakslaust.

Af hinum eiginlegu samtölum og þreifingum oddvitanna er fátt að frétta, staðan viðkvæm og enginn vill láta hafa neitt eftir sér. Sumir fótgönguliðarnir kvarta jafnvel undan því að lítið sé að frétta frá forystunni.

Þó er um það talað að fallist sé á það á öllum stöðum að breytinga sé þörf í borginni, en víðtæka sátt þurfi um stærstu málaflokkana. Framsóknarmenn telja að það sé vel mögulegt, undir sinni stjórn.

Sagt er að innan Samfylkingar séu ýmsir farnir að ókyrrast, m.a. vegna þess að þeir telja að samningar við Framsókn geti reynst erfiðir og dýrir, sé það samstarf eini kosturinn.

Af þeim sökum hefur þrýstingur aukist á Dag B. Eggertsson borgarstjóra um að opna á samtal við Sjálfstæðisflokkinn, en hann hefur til þessa ekki viljað taka símann frá Hildi.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert