Gengur „samkvæmt áætlun“ í Hafnarfirði

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tíðinda af meirihlutaviðræðum í Hafnarfirði er að vænta strax eftir helgi en nú fara fram formlegar viðræður á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks

„Það gengur bara vel og samkvæmt áætlun. Það er í raun það eina sem hægt er að segja,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, um stöðuna. Hún er jafnframt bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar.

Geturðu sagt mér hvort þið viljið halda bæjarstjórastólnum?

„Ég get ekki sagt það núna. Við erum bara að semja um þessa hluti.“

Eru stíf fundahöld fram undan?

„Við fundum bara þétt og vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert