Smáflokkar skapa sér stöðu

Meðan allt lék í lyndi hjá fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta
Meðan allt lék í lyndi hjá fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta Ljósmynd/Guðmundur Kr. Gíslason

Þreifingar milli borgarstjórnarflokka héldu áfram í gær, nema hvað Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Samfylkingarinnar hefur ekki tekið símann frá Hildi Björnsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna.

Þeir flokkar eiga það þó sameiginlegt að lítast mátulega á að Einar Þorsteinsson í Framsókn verði borgarstjóri. Í herbúðum beggja er bent á að rík hefð sé fyrir því og pólitískt hyggilegt að borgarstjóri komi úr stærsta flokknum í meirihluta.

Mál manna er að stutt sé í að Einar geri upp hug sinn um við hvern hann vilji hefja meirihlutaviðræður við.

Smáir en knáir flokkar

Kostir til meirihlutamyndunar eru ekki margir, en þar kann mikið að velta á afstöðu smærri flokka í borgarstjórn. Útilokunarstjórnmál Pírata og Sósíalista þrengja stöðuna, líkt og ákvörðun Vinstri grænna um að taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum að svo stöddu, sem útilokar auðvitað ekkert síðar. Sósíalistar henda það á lofti og hvetja nú Vinstri græn til þess að koma í samstarf til vinstri.

Sagt er að Vinstri græn telji fráleitt að ganga gegn skýrum skilaboðum kjósenda og reyna að framlengja líf fráfarandi meirihluta. Tilraun Dags til blokkarmyndunar er líka sögð hafa farið í taugar framsóknarmanna og Viðreisn hefur þurft að taka fram að samflotið hafi aðeins átt að vera fyrstu dagana og bindi ekki hendur Viðreisnar, sem geti vel horft til hægri, en í gær sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir að samstarf við Framsókn væri ekki ólíklegt. Það var ekki sagt að þarflausu.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »