Vilja ráða bæjarstjóra

Frá Mosfellsbæ.
Frá Mosfellsbæ. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Formlegar meirihlutaviðræður í Mosfellsbæ fara af stað af alvöru um helgina og eru nú flokkarnir fjórir sem að þeim koma, Framsókn, Viðreisn, Samfylking og Vinir Mosfellsbæjar að undirbúa viðræður helgarinnar. Oddviti Framsóknarflokksins segir að flokkurinn muni ekki gera tilkall til bæjarstjórastólsins heldur fremur óska þess að bæjarstjóri verði ráðinn.

„Það er okkar ósk að ráða bæjarstjóra en svo eigum við eftir að eiga samningaviðræðurnar og þá kannski kemur annað í ljós. Maður veit aldrei hvernig samningaviðræður enda,“ segir Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, í samtali við mbl.is.

Framsóknarflokkurinn fékk fjóra fulltrúa í kosningunum en hinir flokkarnir þrír einn hver. Þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn fjóra fulltrúa kjörna en eins og áður segir hafa hinir fjórir flokkarnir ákveðið að ráðast í formlegar samningaviðræður.

Áður hefur Halla sagt að stórt verkefni bíði nýs meirihluta, m.a. upp­bygg­ing á Blikastaðalandi og ætl­ar hún að kynna sér efni samn­ing­ins vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert