Hefur fulla trú á að viðræður þokist áfram í vikunni

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Viðreisn­ar, á kosningadag.
Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Viðreisn­ar, á kosningadag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Viðreisn­ar, segist í samtali við mbl.is hafa fulla trú á því að viðræður um meirihlutastamstarf í Reykjavík þokist áfram í vikunni.

Þórdís segir allt vera rólegt á hennar vígsstöðum en ekkert hefur bólað á svörum frá odd­vitum stærstu fjög­urra flokk­anna í Reykja­vík­ur­borg þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mbl.is síðustu daga. 

Er þá átt við Hildi Björns­dótt­ur, odd­vita Sjálf­stæðis­flokks­ins, Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Ein­ar Þor­steins­son, odd­vita Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Dóru Björt Guðjóns­dótt­ur, odd­vita Pírata.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fékk kjörna sex full­trúa í borg­ar­stjórn, Sam­fylk­ing­in fimm, Fram­sókn fjóra og Pírat­ar þrjá. Sósí­al­ist­ar fengu kjörna tvo full­trúa en Flokk­ur fólks­ins, Vinstri græn og Viðreisn fengu einn full­trúa á hvern flokk. 

mbl.is