Opinn fyrir að gegna hlutverki bæjarstjóra áfram

Fannar hefur gegnt stöðu bæjarstjóra frá árinu 2017.
Fannar hefur gegnt stöðu bæjarstjóra frá árinu 2017. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir í samtali við mbl.is að viðræður séu í gangi á milli þeirra flokka sem fengu kjörna bæjarfulltrúa og að hann sé opinn fyrir því að gegna stöðu bæjarstjóra áfram. 

Fannar var ráðinn bæjarstjóri í lok árs 2016 en hann er utan flokka. 

Hann segir að það gæti farið að draga til tíðinda af sveitarstjórnarsamstarfi á næstu dögum en Miðflokkurinn hlaut flest atkvæði í kosningunum fyrir viku síðan og er því meirihlutasamstarf Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins að öllum líkindum fallið.

„Það hefur enginn farið að ræða þetta neitt formlega við mig svo ég sé bara hvernig hlutirnir þróast.“

Ertu opin fyrir því að gegna bæjarstjórnarhlutverkinu áfram?

„Já, ég er opinn fyrir því ef það er stemningin fyrir því og vilji.“

mbl.is