Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, og aðrir nýkjörnir borgarfulltrúar flokksins munu hittast á fundi á morgun og ræða hvort vilji sé til staðar til að ganga til formlegrar meirihlutamyndunar til vinstri, við meirihlutabandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar.
Þetta sagði Einar í samtali við mbl.is að loknum fundi borgarstjórnarflokksins með grasrót flokksins í borginni.
Fundurinn stóð í á þriðja tíma og segir Einar að hreinskiptnar umræður hafi farið fram um mögulegar meirihlutaviðræður, formlegar og óformlegar.
Var umboð Einars og félaga hans í borgarstjórnarflokknum til að mynda meirihluta á ákveða næstu skerf ítrekað og fóru fram hreinskipt samskipti um kosti og galla mögulegs samstarfs til vinstri, við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn.