Þröng staða og stutt í patt í Reykjavíkurborg

Horft yfir Laugardal í Reykjavík.
Horft yfir Laugardal í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Kostum til myndunar nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík virtist enn fækka í gær og voru þeir ekki margir fyrir. Þá útilokaði Viðreisn svo gott sem samstarf með Sjálfstæðisflokki eftir að hafa sagt það mögulegt í liðinni viku. Hvatti hún Framsókn til að taka upp formlegar meirihlutaviðræður við bandalag gömlu meirihlutaflokkanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar kvaðst standa við bandalag með Samfylkingu og Pírötum og ekki leita annað.

Meirihluti þeirra og Vinstri grænna féll í kosningunum um fyrri helgi, en þá fengu flokkarnir þrír samtals 37% atkvæða og 9 borgarfulltrúa af 23, en 12 þarf til að mynda meirihluta. 4 fulltrúar Framsóknar dygðu til þess og einum betur.

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þá virtist aðeins ein leið til þess að mynda meirihluta, án þess þó að hann tæki áskoruninni, og sagði sitt fólk ráða ráðum sínum. Innan Framsóknar eru menn á báðum áttum um framhaldið. Bent er á að helsta kosningamál flokksins hafi verið breytingar í borgarstjórn og það kunni að reynast erfitt gagnvart kjósendum hans að hlaupa beint í fangið á gamla meirihlutanum.

„Þá þyrfti vægi Framsóknar augljóslega að vera mjög mikið og sýnilegt,“ sagði einn framsóknarmannanna í samtali við blaðið.

Ekki síður fer það þó í taugarnar á fólki þar á bæ að gamli meirihlutinn sé að þröngva Framsókn í meirihlutasamstarf með „klækjastjórnmálum“ eins og það var orðað. Sá viðmælandi sagði að Framsókn væri í engu skuldbundin til þess að fara í meirihlutasamstarf við þá flokka vegna þess eins að þeir útilokuðu alla aðra kosti. „Við getum vel verið í minnihluta líka.“

Meirihlutar

» Viðreisn útilokar samstarf án Samfylkingar og Pírata úr hinum fallna meirihluta.
» Framsókn getur bæði unnið til hægri og vinstri en vill síður láta þröngva sér í samstarf.
» Mögulegt að Framsókn kjósi frekar að vera í minnihluta.
» Sjálfstæðismenn gramir Viðreisn eftir viðsnúning.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »