Meirihluti myndaður í Mosfellsbæ

Halla Karen Kristjánsdóttir, Lovísa Jónsdóttir og Anna Sigríður Guðnadóttir.
Halla Karen Kristjánsdóttir, Lovísa Jónsdóttir og Anna Sigríður Guðnadóttir. Facebook/Viðreisn í Mosfellsbæ

Framboðslistar Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar hafa náð samkomulagi um myndum meirihluta í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Segir að samkomulag hafi náðst um það að Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar, verði formaður bæjarráðs. Þá verður Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingarinnar,  forseti bæjarstjórnar en Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar, mun taka við embættinu að ári liðnu.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk fjóra full­trúa í sveitarstjórnarkosn­ing­un­um en Samfylkingin og Viðreisn einn hvor.

„Samstarf flokkanna byggist á stefnuskrám þeirra og verður málefnasamningur formlega kynntur við undirritun, sem boðað verður til fyrir fyrsta fund nýrrar bæjarstjórnar. Framboðin þrjú eru sammála um að leggja til á fyrsta fundi bæjarráðs að bæjarstjóri Mosfellsbæjar verði ráðinn og að leitað verði ráðgjafar utanaðkomandi aðila til að aðstoða við ráðningarferlið,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert