Þörf á breyttri forystu

Æskilegra hefði verið að hafa fleiri valkosti við meirihlutamyndun í Reykjavík, að mati Einars Þorsteinssonar, oddvita og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins í borginni.

Hann segir þó að einhugur sé með borgarfulltrúum Framsóknarflokksins og hann hafi fullt umboð til að gangast til viðræðna við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. 

Varðist hann spurningum um það hvort hann geri kröfu um borgarstjórastólinn í komandi viðræðum, of snemmt sé að ræða slíkt á þessu stigi.

Hann bendir þó á að í kosningabaráttunni hafi hann gefið það skýrt til kynna að breytinga væri þörf á hinni pólitísku forystu í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert