Framsókn ræðir við S og Y, ekki D

Frá Reykjanesbæ.
Frá Reykjanesbæ. mbl.is/Sigurður Bogi

Framsóknarflokkur á nú í viðræðum um myndun meirihluta við Samfylkinguna (S) og Beina leið (Y) í Reykjanesbæ. 

Í Morgunblaðinu í dag kom fram að Sjálfstæðisflokkur (D) og Framsóknarflokkur hefðu myndað meirihluta í bæjarfélaginu en það er ekki rétt og er hér með velvirðingar beðist á þeim mistökum.

Framsóknarflokkur, Samfylkingin og Bein leið störfuðu saman í meirihluta á síðasta kjörtímabili og ræða flokkarnir nú, eins og áður segir, áframhaldandi samstarf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert