Mynduðu meirihluta eftir tvenn viðræðuslit

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Nýr meirihluti hefur verið myndaður á Akureyri eftir að viðræðum var slitið á milli Samfylkingar, Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í fyrradag. Samfylkingin sleit þeim viðræðum en áður höfðu Framsókn og Sjálfstæðisflokkur slitið viðræðum við Bæjarlistann.

Akureyri.net greindi fyrst frá.

Sjálfstæðisflokkur, Bæjarlistinn og Miðflokkur mynda nýjan meirihluta á Akureyri og segir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, að flokkarnir hafi fundið sameiginlegan málefnalegan grundvöll. 

„Já, þetta gekk bara ótrúlega vel,“ segir Heimir í samtali við mbl.is.

„Við erum bara mannleg“

Nú höfðuð þið áður slitið viðræðum við Bæjarlistann. Breyttist eitthvað í millitíðinni? 

„Já. Við áttum samtal og komumst að lausn. Það var ekkert flóknara. Við erum bara mannleg,“ segir Heimir. 

Aðspurður segir hann að Ásthildur Sturludóttir muni væntanlega halda áfram sem bæjarstjóri. 

Málefnasamningur verður kynntur fyrsta júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert