Nýr meirihluti í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar kjörtímabilið …
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar kjörtímabilið 2022 – 2026. Ljósmynd/Aðsend

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meiri­hluta í bæjar­stjórn Akraneskaupstaðar kjörtímabilið 2022 – 2026.

Mál­efna­samningur meiri­hlutans hefur verið samþykktur en í inngangi hans segir að leitast verði við að eiga gott samstarf við alla flokka í bæjarstjórn og að stjórnsýslan snúist um að veita íbúunum góða þjónustu með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Lögð verður áhersla á gott samstarf við íbúa og áframhaldandi uppbyggingu og þróun á virku íbúalýðræði. Áfram verður unnið að því að styrkja fjárhagsstöðu bæjarsjóðs, að því er segir í tilkynningu. 

Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs

Líf Lárusdóttir verður formaður bæjarráðs, Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar og Sævar Freyr Þráinsson verður áfram bæjarstjóri.

Samfylkingin mun fara með formennsku í velferðar- og mannréttindaráði og mennta- og menningarráði og Sjálfstæðisflokkurinn verður með formennsku í skipulags- og umhverfisráði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert