Ræða stóru málin í dag

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson, …
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingar, og Alexandra Birem, borgarfulltrúi Pírata til hliðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fundarhöld Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík halda áfram upp úr hádegi í dag.

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, segir í samtali við mbl.is að húsnæðismál, skipulagsmál og samgöngumál verði rædd í dag.

Hann segist hlakka til að ræða þessi mál við hópinn og vera bjartsýnn fyrir deginum.

Hann ítrekar áherslur Framsóknar á hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík og að Sundabraut komi til framkvæmda sem fyrst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert