„Það hefur aldrei reynt á það í sögu borgarinnar“

Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir viðræður mögulegs meirihluta Reykjavíkurborgar hafa gengið vel í dag og stefnan sé sett á að tilkynna nýja borgarstjórn á þriðjudaginn. Ítrekar Dagur að þetta sé ekki komið fyrr en þetta er komið.

 „Það hefur gengið vel, ekki alveg eins gott veður og í gær en það er einstakur andi hérna í Elliðaárdal svo það er mjög gott að funda hérna,“ segir Dagur og bætir við að þau séu búin að vera funda um loftlagsmálin í dag og fara yfir heildarmyndina. 

Spurður hvað gerist ef ekki nái að kynna nýjan meirihluta fyrir fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar á þriðjudaginn segir Dagur ekkert vita um það. „Það hefur aldrei reynt á það í sögu borgarinnar, þannig að ég held að maður eigi bara að spara sér að reyna svara spurningum sem byrja á ef,“ segir Dagur.

Gerir Dagur ráð fyrir því að funda í allan dag og fram á kvöld og einnig á morgun. Er því ekki neitt frí fyrir borgarfulltrúa mögulegs meirihluta þessa hvítasunnu. Dagur segir það gott fyrir fjóra mismunandi flokka að gefa sér tíma í viðræður og að geta farið djúpt í öll málin.

Mögulegur meirihluti hefur fundað mikið undanfarna dag.
Mögulegur meirihluti hefur fundað mikið undanfarna dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert