Þórdís Lóa kjörin forseti borgarstjórnar

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. mbl.is/Óttar

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, var kjörin forseti borgarstjórnar til eins árs á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar Reykjavíkur. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setti formlega fyrsta fund borgarstjórnar Reykjavíkur sem starfsaldursforseti borgarstjórnar kl 14:00 í dag. 

Byrjaði Dagur fyrsta fundinn á því að kynna niðurstöður borgarstjórnarkosningar og þá sem náðu kjöri í borgarstjórn Reykjavíkurborgar og óskaði öllum kjörnum fulltrúar til hamingju með kjörið. 

Eftir það fór fram kjör til forseta borgarstjórnar til eins árs og hlaut Þórdís Lóa, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, kjörið með 16 atkvæðum en 7 greiddu ekki atkvæði. Tók þá Þórdís Lóa við fundarstjórnun á fundinum sem hægt er að fylgjast með í beinu streymi hér fyrir neðan.

mbl.is