Vonast eftir að Davíð verði látinn víkja

Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við Ríkisútvarpið, að hún vonist til að flokkur sinn sjái til þess, að Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans verði látinn víkja.

Ragnheiður sagðist lesa þannig í stöðuna, að með afsögn viðskiptaráðherra og stjórnar og forstjóra Fjármálaeftirlitsins hafi verið stigin ákveðin skref. „Ég vænti þess að sömu skref verði stigin af bankaráði Seðlabankans og seðlabankastjórum. Og ég vænti þess að flokkurinn minn og forustumenn hafi kjark til þeirrar ákvarðanatöku," sagði Ragnheiður.

Hún sagðist aðspurð ekkert frekar eiga von á því, að núverandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar haldi fram að þingkosningum. Vísaði hún til þess ástands, sem ríkt hefði undanfarna daga og yfirlýsinga úr röðum Samfylkingarmanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina