Minnihlutastjórn einn möguleikinn

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún ráðgast nú við sitt …
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún ráðgast nú við sitt fólk um líf ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Ómar

Minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, er einn þriggja möguleika sem formenn flokkanna hafa rætt óformlega. Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn myndu verja líka stjórn vantrausti.

Fullyrt er á fréttavefnum vísi.is, að samkomulag liggi fyrir um slíka minnihlutastjórn VG og Samfylkingar. Þar færi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir með verkstjórn, yrði forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon settist í fjármálaráðuneytið.

Þingflokkar stjórnarflokkanna þinga nú um líf ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Minnihlutastjórn VG og Samfylkingar er eitt þriggja stjórnarmynstra fram að kosningum 9. maí. Þjóðstjórn er enn inni í myndinni og  áframhaldandi stjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

mbl.is

Bloggað um fréttina