Gylfi tók ráðherraboði

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon

Vinstri græn og Samfylkingin töldu nauðsynlegt að efla traust á málaflokki viðskiptaráðherra, sem meðal annars er yfirmaður Fjármálaeftirlitsins og bankamála, og því leituðu flokkarnir til Gylfa Magnússonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann ákvað í gær að taka boði flokkanna tveggja um að verða viðskiptaráðherra.

Áhersla hefur verið lögð á það í viðræðum flokkanna að ráðist verði í breytingar á æðstu stjórn Seðlabanka Íslands. Núverandi stjórn, með Davíð Oddsson sem formann, verði vikið frá. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Már Guðmundsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans og núverandi aðstoðarframkvæmdastjóri peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans, verið beðinn um að verða yfirmaður bankans. Þá hefur verið lagt hart að Björgu Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, að verða dóms- og kirkjumálaráðherra.

Í hnotskurn
» Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Steingrímur J. Sigfússon luku fundi um skiptingu ráðuneyta skömmu eftir miðnætti í gær.
» Ekki lá ljóst fyrir hvernig skipting ráðuneyta verður að loknum fundi.
Gylfi Magnússon ásamt Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins en Gylfi …
Gylfi Magnússon ásamt Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins en Gylfi er stjórnarformaður eftirlitsins mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: