Ný stjórn hefur 83 daga til stefnu

mbl.is/Ómar

Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. apríl, samkvæmt samkomulagi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks. Ný ríkisstjórn undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur því 83 daga til að hrinda í framkvæmd sínum efnahagsaðgerðum, meðal annars aðgerðum til bjargar heimilum og fyrirtækjum.

Reiknað er með að ný ríkisstjórn Samfylkingar og VG taki við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum eftir hádegið á morgun, að loknum ríkisráðsfundi með fráfarandi ríkisstjórn Geirs H. Haarde.

Þingflokkur VG hittist í fyrramálið þar sem ráðherralisti flokksins verður afgreiddur. Þá kemur þingflokkur Samfylkingar til fundar klukkan 9 í fyrramálið og gengur frá sínum ráðherralista. Að loknum þingflokksfundi Samfylkingar hittist flokksstjórnin en það er sú stofnun sem endanlega blessar væntanlegt ríkisstjórnarsamstarf.

mbl.is

Bloggað um fréttina