Lítil hreyfing á fylgi flokkanna

Aðeins 0,5% skilja að Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokk samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup. Þannig mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 28,8% fylgi og Samfylking með 28,3%. Munurinn er ekki marktækur. Vinstrihreyfingin – grænt framboð mælist með 25,7%, Framsóknarflokkur með 12,6% og Frjálslyndi flokkurinn með 1,6%. Nýju framboðin tvö, Bandalag frjálsra frambjóðenda og Borgarahreyfingin, mælast samanlagt með ríflega 2% fylgi.

Skoðanakönnunin, sem unnin var fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið, var gerð dagana 4.-10. mars sl. Um netkönnun er að ræða. Úrtakið í könnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Heildarúrtaksstærð var 1.173 manns 18 ára og eldri, en svarhlutfall var 62,2%. Af þeim sem svöruðu tóku 80% afstöðu til flokkanna.

Ríflega 80% svarenda töldu miklar líkur á því að þeir myndu kjósa í komandi alþingiskosningum og rúm 14% töldu nokkrar líkur á því að þeir myndu kjósa.

Ívið fleiri segjast nú styðja ríkisstjórnina en í síðustu Capacent-könnun, sem gerð var um síðustu mánaðamót. Þannig styðja 58,3% svarenda ríkisstjórnina nú miðað við 57,1% síðast. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Í gær

Laugardaginn 21. maí

Föstudaginn 20. maí

Fimmtudaginn 19. maí

Miðvikudaginn 18. maí

Þriðjudaginn 17. maí