Árni Páll Árnason sigraði í Kraganum

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Frikki

Árni Páll Árnason, alþingismaður, sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Talningu er lokið en alls greiddu um 2800 atkvæði.

Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, hafnaði í öðru sæti og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði hafnaði í þriðja sæti. Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður lenti í fjórða sæti, Magnús Orri Schram í því fimmta og Magnús Norðdahl í sjötta sæti.

Röð þeirra sem á eftir koma, verður ekki birt. Kosning er bindandi í fimm efstu sætin en kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi mun nú ljúka röðun á listann.

Röð sex efstu manna er þessi:

  1. Árni Páll Árnason  1184  atkvæði í 1. sæti
  2. Katrín Júlíusdóttir  1415 atkvæði í 1. - 2. sæti
  3. Lúðvík Geirsson 1599 atkvæði í 1. – 3.sæti
  4. Þórunn Sveinbjarnardóttir 1104 atkvæði í 1. – 4. sæti
  5. Magnús Orri Schram 1287 atkvæði í 1. – 5.sæti
  6. Magnús Norðdahl 1217 atkvæði í 1. – 6.sæti
mbl.is