Var á leið að hætta

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa hugsað sem svo þegar kjörtímabilið hófst, að það yrði jafnvel  hennar síðasta. Síðan hefði ýmislegt breyst og hún ákveðið að halda áfram í stjórnmálum.

Jóhanna sem gegnir valdamesta embætti landsins, á erfiðasta tímanum í lýðveldissögunni, býður sig fram til formennsku í Samfylkingunni og gæti því orðið áfram forsætisráðherra í ríkisstjórn eftir kosningar ef núverandi stjórnarflokkar halda áfram samstarfi.
Hún  segist vera að bjóða sig fram til að leysa þau verkefni sem séu framundan  í samfélaginu, að endurreisa atvinnulífið og bjarga heimilunum í landinu. Hún segir að þau verkefni taki að líkindum nokkur misseri eða ár. Hún ætli ekki að hlaupast frá hálfunnu verki og sé því ekki að bjóða sig fram til skamms tíma. Sjá MBL sjónvarp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Í gær

Sunnudaginn 19. september

Laugardaginn 18. september

Föstudaginn 17. september

Fimmtudaginn 16. september

Miðvikudaginn 15. september

Þriðjudaginn 14. september

Mánudaginn 13. september

Sunnudaginn 12. september