Fleiri vilja Bjarna en Kristján

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

Fleiri vilja að Bjarni Benediktsson verði formaður Sjálfstæðisflokksins en Kristján Þór Júlíusson samkvæmt skoðanakönnun, sem Stöð 2 sagði frá í kvöld. Nýtur Bjarni meira fylgis en Kristján bæði meðal allra þátttakenda í könnuninni og meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. 

Alls sögust 47% þeirra, sem tóku afstöðu, vilja að Bjarni verði næsti formaður flokksins en 35,9% sögðust vilja Kristján Þór. Rúmlega 17% sögðust vilja einhvern annan.

57,7% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins sagðist vilja Bjarna sem formann en 29,7% Kristján Þór.

mbl.is

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Þriðjudaginn 21. september

Mánudaginn 20. september

Sunnudaginn 19. september

Laugardaginn 18. september

Föstudaginn 17. september

Fimmtudaginn 16. september