Fylgi Framsóknarflokks minnkar

Samfylkingin mælist með mest fylgi í skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Er fylgi flokksins 31,7% í könnuninni en mældist 33% í könnun blaðsins fyrir hálfum mánuði. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 29,1% en var 26,9% í síðustu könnun blaðsins. Fylgi VG mælist nú 25,8% en var 21,7% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknaflokks minnkar hins vegar umtalsvert, mælist 7,5% nú en var 12,3% í könnuninni fyrir hálfum mánuði.

Fylgi Borgarahreyfingarinnar mælist 2,7%, fylgi Frjálslynda flokksins 1,8% og L-listinn nýtur stuðnings 1,2% þátttakenda í könnuninni.

Samkvæmt könnuninni fengi Samfylking 21 þingmann og VG 17 þingmenn. Samanlagt fengju stjórnarflokkarnir því 38 þingmenn af 63 á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 20 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fimm.

Hringt var í 800 manns í gær og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: Hvaða lista er líklegast að þú myndir kjósa. Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk. Alls tóku 70,1% afstöðu til spurningarinnar.

mbl.is

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Sunnudaginn 19. september

Laugardaginn 18. september

Föstudaginn 17. september

Fimmtudaginn 16. september

Miðvikudaginn 15. september

Þriðjudaginn 14. september

Mánudaginn 13. september

Sunnudaginn 12. september