Fylgi Framsóknarflokks minnkar

Samfylkingin mælist með mest fylgi í skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Er fylgi flokksins 31,7% í könnuninni en mældist 33% í könnun blaðsins fyrir hálfum mánuði. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 29,1% en var 26,9% í síðustu könnun blaðsins. Fylgi VG mælist nú 25,8% en var 21,7% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknaflokks minnkar hins vegar umtalsvert, mælist 7,5% nú en var 12,3% í könnuninni fyrir hálfum mánuði.

Fylgi Borgarahreyfingarinnar mælist 2,7%, fylgi Frjálslynda flokksins 1,8% og L-listinn nýtur stuðnings 1,2% þátttakenda í könnuninni.

Samkvæmt könnuninni fengi Samfylking 21 þingmann og VG 17 þingmenn. Samanlagt fengju stjórnarflokkarnir því 38 þingmenn af 63 á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 20 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fimm.

Hringt var í 800 manns í gær og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: Hvaða lista er líklegast að þú myndir kjósa. Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk. Alls tóku 70,1% afstöðu til spurningarinnar.

mbl.is

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Í gær

Föstudaginn 17. ágúst

Þriðjudaginn 7. ágúst

Fimmtudaginn 2. ágúst

Miðvikudaginn 1. ágúst

Þriðjudaginn 31. júlí

Föstudaginn 27. júlí

Þriðjudaginn 24. júlí

Laugardaginn 21. júlí

Föstudaginn 20. júlí

Fimmtudaginn 19. júlí