Samfylking áfram stærst

Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkurinn um þessar mundir samkvæmt nýrri könnun, sem Capacent hefur gert fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Fylgi flokksis mælist nú 29,4%, fylgi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs mælist 27,7% og fylgi Sjálfstæðisflokksins 25,4%.

Er þetta svipað fylgi og mældist í könnun Capacent, sem birtist fyrir viku. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar hins vegar milli kannana, mælist nú  10,7%. Borgarahreyfingin mælist með 3% fylgi, Fullveldissinnar 1,5% og Frjálslynda flokksins 1,4%. 

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú  60,6%.

Um er að ræða niðurstöður úr net- og símakönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 25. – 31. mars. Úrtakið í netkönnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi  Capacent Gallup en úrtakið í símakönnuninni  var  tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Heildarúrtaksstærð var 2451 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 61,1%.
mbl.is

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Í dag

Föstudaginn 17. ágúst

Þriðjudaginn 7. ágúst

Fimmtudaginn 2. ágúst

Miðvikudaginn 1. ágúst

Þriðjudaginn 31. júlí

Föstudaginn 27. júlí

Þriðjudaginn 24. júlí

Laugardaginn 21. júlí

Föstudaginn 20. júlí

Fimmtudaginn 19. júlí