10 fyrirtæki veittu yfir 1 milljón

Allir viðskiptabankarnir styrktu Sjálfstæðisflokkinn árið 2006.
Allir viðskiptabankarnir styrktu Sjálfstæðisflokkinn árið 2006.

Tíu fyrirtæki veittu Sjálfstæðisflokknum styrki yfir eina milljón króna á árinu 2006 samkvæmt yfirliti, sem flokkurinn birtir á heimasíðu sinni í dag. Stærstu styrkirnir eru frá FL Group, 30 milljónir króna, og Landsbankanum 25 milljónir króna en einnig er þar skráður annar 5 milljóna króna styrkur frá bankanum og einnig 5 milljóna króna styrkur frá Glitni og 4 milljóna styrkur frá Kaupþingi.

Yfirlitið er eftirfarandi:

Exista hf. 3 milljónir
FL-Group hf. 30 milljónir 
Glitnir banki hf. 5 milljónir
KB-banki hf. 4 milljónir
Landsbanki Íslands hf. 5 milljónir
Landsbanki Íslands hf. 25 milljónir
MP-Fjárfestingarbanki 2 milljónir
Straumur-Burðarás hf. 2,5 milljónir
Tryggingamiðstöðin 2 milljónir
Þorbjörn hf. 2,4 milljónir

Samtals eru þetta 80,9 milljónir króna.

Á heimasíðu flokksins segir, að framlag frá Landsbankanum upp á 5 milljón króna hafi þegar verið safnað og greitt inn á reikning flokksins þegar að seinna framlagið barst. Flokkurinn telji að upphæð fyrra framlagsins sé innan eðlilegra marka og verði það því ekki endurgreitt.

Heimasíða Sjálfstæðisflokksins

mbl.is

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Í dag

Föstudaginn 17. ágúst

Þriðjudaginn 7. ágúst

Fimmtudaginn 2. ágúst

Miðvikudaginn 1. ágúst

Þriðjudaginn 31. júlí

Föstudaginn 27. júlí

Þriðjudaginn 24. júlí

Laugardaginn 21. júlí

Föstudaginn 20. júlí

Fimmtudaginn 19. júlí