Lög um Helguvíkurálver samþykkt

Framkvæmdir í Helguvík.
Framkvæmdir í Helguvík. mbl.is/RAX

Alþingi samþykkti í kvöld lög um að iðnaðarráðherra fái heimild til að gera samning fyrir hönd ríkisstjórnarinnar innan ramma þessara laga við Century Aluminum Company og Norðurál Helguvík ehf., sem mun reisa og reka álver á Íslandi.

Um var að ræða stjórnarfrumvarp, sem Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, lagði fram. Allir átta  þingmenn Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, greiddu hins vegar atkvæði gegn frumvarpinu og sömuleiðis Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, flokkssystir Marðar, sat hjá en aðrir viðstaddir þingmenn Samfylkingarinnar auk þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins, studdu frumvarpið.  

mbl.is

Bloggað um fréttina