Afneita Ólafi F. Magnússyni

Ólafur F. Magnússon
Ólafur F. Magnússon mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Frjálslyndi flokkurinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, sé ekki í Frjálslynda flokknum og auglýsing sem birtist í Fréttablaðinu í dag sé ekki á vegum F listans í borginni.

„Vegna heilsíðu auglýsingar frá Ólafi F. Magnússyni í Fréttablaðinu í morgun, vill Frjálslyndi flokkurinn árétta að Ólafur F. Magnússon er ekki í Frjálslynda flokknum og umrædd auglýsing er ekki á vegum F listans í borginni. Auglýsingin er sögð í nafni Borgarmálafélags F lista.

Af því tilefni ítrekar Frjálslyndi flokkurinn að það félag hefur ekkert með Frjálslynda flokkinn að gera eða borgarmálafélag Frjálslynda flokksins í Reykjavík.

Félag það sem Ólafur kallar „Borgarmálafélag F lista“ er einkahlutafélag sem Ólafur stofnaði á valdatíma sínum sem borgarstjóri til þess eins að færa til fjárstyrk af hálfu borgarinnar sem áður hefur jafnan runnið til Frjálslynda flokksins. Flokkurinn ítrekar einnig að hann einn hefur umráð yfir lista bókstafnum F þegar boðið er fram til alþingis- og sveitarstjórna. Það að Ólafur skuli sífellt kenna sig við lista bókstaf sem hann hefur engan umráðarétt yfir eru því blekkingar einar af hans hálfu," segir í yfirlýsingu frá Frjálslynda flokknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina