Geir forseti bæjarstjórnar

Geir Kristinn Aðalsteinsson, oddviti L-listans, sést hér á fyrsta bæjarstjórnarfundi ...
Geir Kristinn Aðalsteinsson, oddviti L-listans, sést hér á fyrsta bæjarstjórnarfundi nýs meirihluta á Akureyri í dag. mbl.is/Skapti

Geir Kristinn Aðalsteinsson, oddviti Lista fólksins, var rétt í þessu kjörinn forseti nýrrar bæjarstjórnar Akureyri. Hann er einn átta nýliða í bæjarstjórn, þar sem sitja ellefu fulltrúar. L-listinn hefur sex fulltrúa og er fyrsta stjórnmálaaflið sem nær hreinum meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar.

 Oddur Helgi Halldórsson, stofnandi L-listans og bæjarfullrúi hans frá upphafi - síðustu þrjú kjörtímabil - er nýr formaður bæjarráðs Akureyrar.

Nýr varaformaður bæjarráðs er Geir Kristinn Aðalsteinsson og þriðji fulltrúi L-listans í bæjarráði er Halla Björk Reynisdóttir. Í ráðinu sitja einnig Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki og Ólafur Jónsson, Sjálfstæðisflokki. Áheyrnarfulltrúar eru Sigurður Guðmundsson bæjarfulltrúi Bæjarlistans, Hermann Jón Tómasson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.

Í upphafi fundar var lesið upp bréf frá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, sem kjörin var í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þar sem hún baðst lausnar út kjörtímabilið af persónulegum ástæðum. Var beiðni hennar samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum.

Geir Kristinn Aðalsteinsson í ræðustól á bæjarstjórnarfundinum. Til vinstri er ...
Geir Kristinn Aðalsteinsson í ræðustól á bæjarstjórnarfundinum. Til vinstri er Framsóknarmaðurinn Guðmundur B. Guðmundsson, annar nýliði, og til hægri fráfarandi bæjarstjóri, Hermann Jón Tómasson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Bæjarstjórn Akureyrar.
Bæjarstjórn Akureyrar. mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Þriðjudaginn 16. október

Föstudaginn 17. ágúst

Þriðjudaginn 7. ágúst

Fimmtudaginn 2. ágúst

Miðvikudaginn 1. ágúst

Þriðjudaginn 31. júlí

Föstudaginn 27. júlí

Þriðjudaginn 24. júlí

Laugardaginn 21. júlí

Föstudaginn 20. júlí

Fimmtudaginn 19. júlí