Andrea Jónsdóttir
Andrea Jónsdóttir
útvarpskona og plötusnúður

„Þegiðu kona, ég er að tala“

„Þegar amma lést var ég 19 ára og allt að gerast... '68-kynslóðin að springa út, og oft hugsaði ég til ömmu minnar á þessum árum, að nú hefði hún átt að vera ung og njóta sín með minni kynslóð og vera metin að verðleikum“ Meira »

Anna Kristjánsdóttir
Anna Kristjánsdóttir
vélstýra

Hvað um launajafnréttið?

„Vinkona mín sem var reið út í stallsystur sínar var kannski svarið. Þegar hún kom út af fundinum um kjarasamninga sýndi hún með orðum sínum og látbragði að henni var ekki sama um launin.“ Meira »

Anna María Bogadóttir
Anna María Bogadóttir
arkitekt

Arkitektar framtíðarinnar

„Á skrifstofu skólastjóra fékk ég þau skilaboð að ég þyrfti að velja milli þess að eiga barnið sem ég gekk með eða halda náminu áfram, ég gæti ekki fengið leyfi. Sem fulltrúi menningar þar sem nám og námshlé vegna barneigna þykja sjálfsögð réttindi sveið mig sáran.“ Meira »

Anna Tara Andrésdóttir
Anna Tara Andrésdóttir
Reykjavíkurdóttir

Afturköllum kosningarétt efnaðra karla

„Ég velti fyrir mér hversu margir karlmenn eru þakklátir fyrir kosningarétt sinn. Ég legg til að við jöfnum leikinn. Afturköllum kosningarétt efnaðra karlmanna í 72 ár. Það gæti jafnvel leyst efnahagsvandamál þjóðarinnar.“ Meira »

Auður I. Ottesen
Auður I. Ottesen
ritstjóri og framkvæmdastjóri

Verkin fram yfir loforðin

„Ég hef alla tíð verið réttlætissinni og mismunun milli kynja finnst mér jafn fáránleg og að mismuna eftir litarhafti, stjórnmálaskoðunum eða kynhneigð. En ég skil hvað býr að baki; venja, vald og fáfræði.“ Meira »

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
laganemi og lögreglumaður

„Drekktu þér heimska tík“

„Er þá ekki bara betra að hafa ekki skoðanir, mæta ekki á kjörstað og taka ekki þátt í umræðunni, í stað þess að einhver óski þér dauða? Ég spyr mig. Svarið er hinsvegar nei, því fleiri sem taka þátt í umræðunni, því líklegra er að skoðanir ungs fólks fái meiri hljómgrunn, hverjar sem þær eru og hvort sem þær eru til hægri eða vinstri.“ Meira »

Áslaug Valsdóttir
Áslaug Valsdóttir
formaður Ljósmæðrafélags Íslands

Sumt hefur lítið breyst á 100 árum

„Ég er ljósmóðir og í augnablikinu er ég formaður Ljósmæðrafélgs Íslands, félags þar sem allir félagsmenn eru konur. Ég hef í því samhengi hugsað mikið um jafnrétti og völd.“ Meira »

Ásta Björg Pálmadóttir
Ásta Björg Pálmadóttir
sveitarstjóri Skagafirði

Besta landkynning þjóðarinnar

„Mig langaði svo til að geta kosið þessa konu sem átti ekki sjö dagana sæla og enginn frambjóðandi hefur í forsetakosningum á Íslandi mátt þola eins ítarlega skoðun á einkalífi sínu og hún. Ástæðan var að hún var kona, einhleyp og einstæð móðir.“ Meira »

Ásta Kristjánsdóttir
Ásta Kristjánsdóttir
ljósmyndari

Konur - styðjum hvor aðra

„Ég man líka eftir mafíuforingjanum hræðilega í Síberíu sem aldrei yrti á mig í marga mánuði þrátt fyrir að við deildum sama skrifstofuhúsnæði en heilsaði alltaf manninum mínum fyrrverandi, það var nefnilega ekki æskilegt að kona væri að reka fyrirtæki á þessum slóðum á þessum tíma.“ Meira »

Berglind Ásgeirsdóttir
Berglind Ásgeirsdóttir
sendiherra og fyrsta íslenska konan til að gegna stöðu ráðuneytisstjóra

Jafnréttið til útflutnings

„Þegar karlarnir um borð sáu þessar konur undir árum var skellihlegið og gert grín að þeim. Svona var nú viðhorfið á þessum tíma.“ Meira »

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir
þingskáld Pírata og aðgerðasinni á Alþingi

Mannúðleg gildi í forgrunn

„Sá heimur sem við búum við og reistur er á karlægum gildum er barn síns tíma. Kannski ættum við í stað þess að etja kven- og karl- mönnum saman á gildishlaðin máta að einbeita okkur að því að hvetja til mannlægra gilda sem sameina það besta frá báðum heimum.“ Meira »

Birna Ketilsdóttir Schram
Birna Ketilsdóttir Schram
ritstjóri Blær.is

Þakklát formæðrunum

„Við yngri kynslóðin höfum notið góðs af því sem á undan er gengið en við höfum einnig innleitt nýja strauma og viðhorf og miðlað því áfram til þeirra sem eldri eru.“ Meira »

Birna Soffía Baldursdóttir
Birna Soffía Baldursdóttir
formaður kvenfélagsins Hlíf á Akureyri

Bjó í torfbæ en byggði höll

„Hún reið um sveitina og safnaði peningum svo hægt væri að byggja berklahæli. Ég er viss um að hún nýtti sinn rétt og greiddi atkvæði og hún sveiflaðist ekki til og frá af lofræðum eða fagurgala.“ Meira »

Björg Einarsdóttir
Björg Einarsdóttir
rithöfundur

Á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

„Samkvæmt orðanna hljóðan var aðgerðinni einfaldlega ætlað að leiða í ljós hver hlutur kvenna hér á landi væri í rekstri þjóðfélagsins. Hann reyndist vera af þeirri stærðargráðu að þegar konur lögðu niður störf, heima og heiman, stansaði atvinnulífið í landinu.“ Meira »

Björg Ingadóttir
Björg Ingadóttir
fatahönnuður og framkvæmdastjóri Spaksmannsspjara

Stóri stakkurinn

„Takk hugsjónafólk, sem sníðið ykkur ekki alltaf stakk eftir vexti, heldur farið í allt of stóran stakk sem við hinar höfum og erum enn þann dag í dag að nýta okkur.“ Meira »

Björt Ólafsdóttir
Björt Ólafsdóttir
þingmaður

Bætum um betur

„Með mér bærðust blendnar tilfinningar. Mikið var það gleðilegt að þessi kjarnorku kvennmaður upplifði sig algjörlega sinn eigin gæfusmið á Íslandi nútímans. Að hún hefði sjálf ekki upplifað hindranir í samfélaginu sem rekja mætti til kyns hennar.“ Meira »

Bryndís Ásta Birgisdóttir
Bryndís Ásta Birgisdóttir
kennari og formaður Kvenfélagsins Ársól á Suðureyri

Launamisréttið efst í huga

„Því miður hef ég spjallað við of margar konur sem ekki fara á kjörstað því þær telja sig ekki vita neitt um þessa pólitík.“ Meira »

Bryndís Bolladóttir
Bryndís Bolladóttir
hönnuður og listamaður

RÖDD

„Ein af skemmtilegustu stundum mínum í Kvennaskólanum voru hjá Kristínu Ásgeirsdóttur sögukennara og fyrrverandi Kvennalistakonu. Frásögn hennar um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur sem var samferðakona langömmu Jóhönnu Egilsdóttur var eftirminnileg og áhrifarík.“ Meira »

Claudie Ashonie Wilson
Claudie Ashonie Wilson
lögfræðingur og stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Mikill heiður að hafa kosningarétt og fá að nýta hann á Íslandi

„Sennilega stjórnaði umhverfi mitt sem og ungur aldur viðhorfum mínum, en á Jamaíku trúa sumar konur því að með því að kjósa ekki komi þær í veg fyrir að spilltir stjórnmálamenn nái kosningu.“ Meira »

Edda Björgvinsdóttir
Edda Björgvinsdóttir
leikkona, leikstjóri og höfundur

Nú fagna ég öllum konum sem þora

„Fögnum næstu byltingu sem verður er við konur við tökum yfir heiminn og gefum valdakörlum frí. Um einhverja hríð að minnsta kosti. Þeir eiga það inni hjá okkur.“ Meira »

Elíza Lífdís Óskarsdóttir
Elíza Lífdís Óskarsdóttir
skálavörður og björgunarsveitarkona

Ég get lagt á brattann

„Eftir fjögurra mánaða heimsreisu ein á báti veturinn 2014 skildi ég loksins að einhverju leiti hversu heppin ég er. Ég og þið hin sem tilheyrum þessum 330.000 hræðum sem virðast hafa unnið í lífslottóinu.“ Meira »

Ellen Björg Björnsdóttir
Ellen Björg Björnsdóttir
nemi í tómstunda- og félagsmálafræði

Ekki bara kvenmannsverk

„Í minni sveit var ekki talið kvenmannsverk að mjólka kýrnar eða prjóna sokka. Guðmundur í Bæ prjónaði hina fegurstu sokka og Bensi bróðir hans í Árnesi settist við kvið kýrinnar og mjólkaði um leið og hann bölvaði síðan kálfinum eftirminnilega fyrir að atast í sér.“ Meira »

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
verkefnisstýra Tabú.is

Mitt meinta kosningarafmæli

„Það hvort þú hefur raunverulegan kosningarétt ræðst af því hvernig kona þú ert og hvernig fötluð manneskja þú ert.“ Meira »

Erla Bolladóttir
Erla Bolladóttir
verkefnastjóri

Réttlætisins helgi

„Mér er ljóst að þrátt fyrir þann sögulega harmleik réttarkerfisins þar sem mér og nokkrum ungmennum öðrum var fórnað í skyni hagsmuna sem enn hafa ekki verið dregnir fram í dagsljósið, þá elska ég Ísland.“ Meira »

Erla Hlynsdóttir
Erla Hlynsdóttir
blaðamaður

Óþekkt er auðlind

„Útsjónarsemi ber að fagna. Ég leyfi mér nefnilega að fullyrða að jafnréttisbaráttan væri ekki komin jafn langt og raun ber vitni nema vegna þess að sumar konur voru óþekkar. Þær neituðu að fara eftir reglunum.“ Meira »

Eva María Jónsdóttir
Eva María Jónsdóttir
dagskrárgerðarmaður

Hvar eru kvenréttindakarlarnir?

„Hún fór með okkur barnabörnin upp í Árbæ og sýndi okkur valtara, sem hafði fengið nafnið Bríet, í höfuðið á þessari mikilvirku kvenréttindakonu, sem átti að hafa valtað yfir karlana, alveg þangað til allar konur voru komnar með kosningarétt.“ Meira »

Eva María Þórarinsdóttir Lange
Eva María Þórarinsdóttir Lange
eigandi Pink Iceland og formaður Hinsegin daga í Reykjavík

Út með „kerlingar“ og „karlmennsku“

„Jafnréttisbaráttan snýst ekki einungis um jafnrétti milli kynja, hún er ekki svört og hvít, hún er mun litríkari en svo. Hún er lífstíll og heilbrigður hugsunarháttur samfélaga þar sem jafnræði og virðing ríkir óháð kyni, kynþætti, kynvitund, kynhneigð eða kyntjáningu.“ Meira »

Eyja M. Brynjarsdóttir
Eyja M. Brynjarsdóttir
sérfræðingur hjá Heimspekistofnun HÍ

Réttindabarátta mætir alltaf mótlæti

„Rannsóknir sýna hins vegar að hinar áræðnu, sjálfsöruggu konur sem tala hátt og mikið mæta gríðarlegu mótlæti, eru yfirleitt álitnar óþolandi frekjur og fá svo sannarlega ekkert afhent á neinu silfurfati.“ Meira »

Fida Abu Libdeh
Fida Abu Libdeh
orku- og umhverfistæknifræðingur

Jafnrétti óháð uppruna

„Útlendingar búsettir hér á landi hafa sömu skyldur og Íslendingar en því miður ekki sömu réttindi fyrr en þeir hafa búið hér í að minnsta kosti fimm ár eða fengið ríkisborgararétt.“ Meira »

Guðríður Kristín Þórðardóttir
Guðríður Kristín Þórðardóttir
formaður hjúkrunarráðs Landspítala Íslands

Að missa trúna á atkvæðisréttinum

„Ég lít á mig sem mikilvægan talsmann barnanna minna og sjúklinga minna. Kosningaþátttaka mín er því gífurlega mikilvæg og með því að bera virðingu fyrir réttinum er ég fyrirmynd barnanna minna eins og foreldrar mínir voru mér.“ Meira »

Guðrún Guðlaugsdóttir
Guðrún Guðlaugsdóttir
blaðamaður

Hinn heilagi réttur fólks

„Mér þótt undur vænt um ömmu og lofaði henni að gera eins og hún bað - og stóð við það. En eftir það taldi ég mig óbundna og hef á lífsleiðinni hagað mér svipað og karlmannafötin á snúrunni forðum, snúið mér eftir því sem vindurinn blæs.“ Meira »

Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar

Frelsið

„Hún gladdist yfir að vera álitin jafnvíg körlum til að leggja línur varðandi stjórnun landsins sem var nú loksins innan seilingar, svo lengi sem eiginmaðurinn heimilaði henni að fara á kjörstað. Sjálfur reið hann þangað í sínu fínasta pússi, sem konan hans hafði saumað.“ Meira »

Guðrún Pétursdóttir
Guðrún Pétursdóttir
framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða

Ástæða til að vera á varðbergi

„Við vísindanördarnir höfum miklar áhyggjur af því að að enginn hlusti á okkur. Skýrasta dæmið þessi árin eru staðreyndir um hvert stefnir í umhverfismálum, hvernig umgengni okkar kynslóða um Jörðina ber glötun í sér. Þetta er svo óþægilegur sannleikur að það nennir enginn að hlusta.“ Meira »

Hafrún Kristjánsdóttir
Hafrún Kristjánsdóttir
íþróttasálfræðingur

Af hverju máttu börn ekki kjósa?

„Það sem mér fannst merkilegt þarna var að allir fullorðnir fengu eitt atkvæði, alveg sama hver þeir bjuggu, voru með í laun eða hvaða menntun þeir voru með en börnin fengu ekki sama rétt.“ Meira »

Halldóra Björt Ewen
Halldóra Björt Ewen
íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð

Gefum körlum frí

„Ég held að það sé kominn tími til að við gefum körlum frí frá því að stjórna landinu. Á meðan þeir eru í því fríi geta þeir einbeitt sér að heimilisstörfum en nýjar rannsóknir sýna að konur sinna þeim enn í miklu meira mæli en karlar.“ Meira »

Heiðdís Birta Jónsdóttir Thompson
Heiðdís Birta Jónsdóttir Thompson
nemi við Menntaskólann á Ísafirði

Konur þurfa að standa á sínu

„Af hverju hafa karlar hærri laun en konur sem eru í sambærilegu starfi með jafna menntun og reynslu? Er vinna kvenna ekki metin að jafn miklum verðleikum og karla? Mér finnst fáránlegt að það sé ennþá einhver munur á milli launanna árið 2015!“ Meira »

Heiður Anna Helgadóttir
Heiður Anna Helgadóttir
listfræðinemi og formaður Femínistafélags Háskóla Íslands

Hið sjálfsagða jafnrétti kynjanna

„Óneitanlega hefur kennt ýmissa grasa í jafnréttisbaráttu hér á landi undanfarin misseri og það er svo sannarlega fagnaðarefni. Þátttaka ungs fólks er það sem gleður mig hvað mest.“ Meira »

Helga Baldvins og Bjargardóttir
Helga Baldvins og Bjargardóttir
starfskona hjá Stígamótum

Raunverulegt jafnrétti enn handan seilingar

„Ég held ég hafi ekki verið eldri en 6 ára þegar ég hljóp grátandi til gangavarðarins á skólalóðinni því einhver skólabróðir minn hafði sparkað í afturendann á mér. Skilaboðin sem ég fékk voru þau að strákarnir væru örugglega bara skotnir í okkur.“ Meira »

Helga Margrét Jóhannesdóttir
Helga Margrét Jóhannesdóttir
nemi við Háskólann á Akureyri og formaður Eirar

Nú er vert að staldra við

„Ég á bekkjarbræður sem eiga eftir að verða alveg jafn góðir hjúkrunarfræðingar og ég, ef ekki betri, og ég þekki einnig konur sem eru frábærir læknar.“ Meira »

Henný Hinz
Henný Hinz
hagfræðingur

Af samræmingu atvinnu- og fjölskyldulífs

„Gunnarína var húsfreyja á fjölmennu heimili sem var í senn framleiðslufyrirtæki fyrir matvæli og fatnað heimilismanna, dagvistunarstofnun, elliheimili, sjúkrahús og samkomuhús.“ Meira »

Hildur Inga Rúnarsdóttir
Hildur Inga Rúnarsdóttir
sóknarprestur á Þingeyri

Langamma, ég og dóttir mín

„Þó svo að gamli maðurinn, hann afi minn, hafi bara hlegið og sagt að þá skyldi ég vera dugleg að læra og verða prestur, þá átti ég oft eftir að heyra fólk tala niðrandi um prestsvígðar konur langt fram á tíunda áratuginn.“ Meira »

Hildur Sverrisdóttir
Hildur Sverrisdóttir
lögfræðingur

Innri jafnréttisbarátta

„Í mínum jafnréttishaus hefur farið fram reiptog hugmynda um að annars vegar sé frelsi einstaklingsins best til þess fallið að ná fram jafnrétti og hins vegar að frekar eigi að draga allar konur í sama dilk þess sem er minni máttar og fá ívilnanir í verðlaun.“ Meira »

Hlín Pétursdóttir Behrens
Hlín Pétursdóttir Behrens
sópran og söngkennari

Kosningaréttur - kosningaskylda

„Við þurfum að mynda okkur eigin skoðun frekar en að gleypa hrátt það sem er rétt að okkur. Reynslan sýnir að við þurfum að draga í efa fyrsta uppkast að öllum gylliboðum og skyndilausnum.“ Meira »

Hrefna Rósa Sætran
Hrefna Rósa Sætran
matreiðslumeistari og veitingahúsaeigandi

Ein af strákunum

„Þegar ég var að reyna að komast á samning sem matreiðslunemi þá var það frekar erfitt verð ég því miður að segja. Það kom alltaf spurningin: Verðuru ekki bara ólétt og hættir?“ Meira »

Hödd Vilhjálmsdóttir
Hödd Vilhjálmsdóttir
almannatengill

Enginn fæðist án aðildar konu

„Ég hef afskaplega mikla trú á hinu kyninu og blessunarlega fengið að hitta og eiga samskipti við marga góða, skemmtilega og vel gefna karlmenn í gegnum tíðina. Sumir hafa gert lífið litskrúðugara og ljúfara, aðrir dregið úr gleðinni en allir hafa þeir skilið eitthvað eftir sig.“ Meira »

Inga Björg Hjaltadóttir
Inga Björg Hjaltadóttir
lögmaður og ráðgjafi

Kosningarétturinn minn

„Enn er að finna talsvert af kynbundnum staðalmyndum í íslensku þjóðfélagi sem hafa þau áhrif að takmarka rétt kvenna til sjálfsákvörðunar. Má þar m.a. nefna væntingar varðandi náms- og starfsval sem enn er mjög kynbundið.“ Meira »

Inga Björk Bjarnadóttir
Inga Björk Bjarnadóttir
listfræðinemi

Má ég vera með?

„Það er ekki hægt að lýsa því brjálæðislega valdaleysi sem felst í því að vera á sama tíma álitinn gagnslaus í kynferðismálum og kyngerður hlutur.“ Meira »

Inga R. Bachmann
Inga R. Bachmann
skartgripahönnuður og gullsmiður

Í mínu fínasta pússi

„Pabbi og fólkið í kring rabbaði um kosningarnar og í röðinni var almennt góð stemning. Nema hvað, þegar ég sýndi kosningafulltrúa skilríki mín þá var mér vísað frá.“ Meira »

Ingibjörg Rósa Björnsdóttir
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir
blaðamaður

Dregin í dilk með pabba

„Þetta sveið lengi, lengi og mér verður enn oft hugsað til þessarar óþægilegu upplifunar, þessa dags þegar vinir mínir sögðu að ég gæti ekki hugsað sjálfstætt.“ Meira »

Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Jóhanna Vigdís Arnardóttir
leikkona

Samstaða kvenna er mikilvæg

„Við systurnar vöktum alla nóttina með mömmu okkar yfir kosningasjónvarpinu og þegar úrslitin lágu fyrir um morguninn, braust sólin fram. Þetta var einhver fallegasti dagur sem ég man eftir.“ Meira »

Jóna Hrönn Bolladóttir
Jóna Hrönn Bolladóttir
sóknarprestur í Garðasókn

Gigt er engin fyrirstaða

„Samfélagið þarf að iðka réttlæti. Réttlæti er iðkun. Konur og eignalausir karlar fengu kosningarétt á Íslandi vegna þess að réttlætið var iðkað. Þar megum við aldrei slá af.“ Meira »

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
formaður Landssambands eldri borgara og fyrrverandi þingkona

Jafnrétti alls staðar - Byrja á heimilinu

„Vissulega tók líka tíma að breyta hugarfari eiginmannsins sem alinn var upp eins og ég við þessi gömlu hlutverkaskipti. Í dag horfi ég með stolti á að á heimilum barnanna minna er þessi hlutverkaskipting orðin tiltölulega jöfn.“ Meira »

Jónína Leósdóttir
Jónína Leósdóttir
rithöfundur

Hnyklum lýðræðisvöðvann

„Kommarnir voru þó ekki langt undan á æskuheimili okkar, eða að minnsta kosti einn meintur kommi. Á hæðinni fyrir neðan okkur bjó kær föðursystir mín sem var sterklega grunuð um að kjósa Alþýðubandalagið.“ Meira »

Júlía Rós Atladóttir
Júlía Rós Atladóttir
deildarstjóri hjá Distica

Konur - sleppum takinu á heimilinu

„Hann lét það ekki trufla sig þótt pabba mínum fyndist hann ónytjungur, vinnufélagarnir gerðu grín að honum og það þvældist heldur ekkert fyrir honum að eiginkonan væri fyrirvinnan.“ Meira »

Kolbrún Reinholdsdóttir
Kolbrún Reinholdsdóttir
rafmagnsverkfræðingur

Hver kýs eins og honum sýnist

„Amma mín var mikil sjálfstæðiskona, var í Hvöt og hafði skoðanir. Í síðasta sinn sem hún kaus, fór ég með henni í Melaskólann til að kjósa; hún var í sparifötunum og búin að mála sig.“ Meira »

Kristín Fjóla Tómasdóttir
Kristín Fjóla Tómasdóttir
nemi í hugbúnaðarverkfræði

„Fyrirgefðu, hjúkrunarverkfræði?“

„Í mörgum atvinnuauglýsingum eru konur hvattar sérstaklega til að sækja um og mörg fyrirtæki sem við höfum heimsótt í skólanum harma lélegt hlutfall kvenna á vinnustaðnum.“ Meira »

Kristín Ingólfsdóttir
Kristín Ingólfsdóttir
rektor Háskóla Íslands

Réttindi snemma, breytingar seint

„Ég held að konur á mínum aldri og yngri hafi almennt litið á kosningarétt og menntun sem sjálfsagðan hlut. Það er samt ekki fyrr en með okkar kynslóð að samfélagsgerðin gerir konum fært að nýta sér til fulls þau réttindi sem baráttukonur og karlar tryggðu okkur löngu fyrr.“ Meira »

Kristín Pétursdóttir
Kristín Pétursdóttir
nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands

Kosningar og jafnrétti á Íslandi

„Mér fannst flokkarnir tala í hringi, allir með tölu. Ég var staðráðin í að nýta mér loksins kosningaréttinn og stóð við það en niðurstaða mín var samt sem áður sú að íslensk pólitík snúist um að klekkja á andstæðingnum, frekar en vinna að betra samfélagi.“ Meira »

Kristín Þóra Harðardóttir
Kristín Þóra Harðardóttir
lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins

Unglingunum er ekki alls varnað

„Á okkar tímum, sem enn og aftur eru þeir síðustu og verstu að margra mati, þá bregður svo við að áhugi ungs fólks á þátttöku í kosningum virðist fara minnkandi.“ Meira »

Laufey María Jóhannsdóttir
Laufey María Jóhannsdóttir
formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema

Fyrstu kosningarnar

„Við eigum ennþá langt í land, því þegar ég haga mér eins og karlkyns forverar mínir; ákveðin, framsækin og stend föst á mínu, þá er ég stjórnsöm og yfirgengileg. En í rauninni er ég frambærileg, málefnaleg og fjandi stolt af því.“ Meira »

Laufey Tryggvadóttir
Laufey Tryggvadóttir
framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár

Jafnrétti - dásamleg þróun

„Næsta skref á framfarabrautinni ætti að verða aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði svo hlutastörf verði reglan en ekki undantekningin.“ Meira »

Lovísa Arnardóttir
Lovísa Arnardóttir
réttindagæslufulltrúi UNICEF á Íslandi

Fræðum og virkjum unga kjósendur

„Áhugi á stjórnmálum er ekki eðlislægur, það þarf að kenna einstaklingum frá unga aldri að þátttaka þeirra skipti máli og það þarf að gefa þeim tækifæri til að taka þátt.“ Meira »

Magnea J. Matthíasdóttir
Magnea J. Matthíasdóttir
rithöfundur og þýðandi

Ekki fyrir guðlega náð

„Jafnvel þótt ég væri ung þóttu mér þetta skrítnar hugmyndir, að tilgangurinn með kosningarétti kvenna hefði kannski í reynd verið að færa kvæntum karlmönnum tvö atkvæði en ekki eitt eins og öðru kosningabæru fólki, og ekki síður að með hjónabandi ættu konur að afsala sér öllum pólitískum skoðunum sem ekki féllu að smekk eiginmannsins.“ Meira »

Margrét Erla Maack
Margrét Erla Maack
þúsundþjalasmiður

Ógeðsdrykkir og auðir seðlar

„Hundrað árum eftir að konur fengu kosningarétt biður fimmti varaforseti Alþingis konur um að „hafa taumhald á tilfinningum sínum.“ Jú, hann baðst afsökunar - og ætlaði ekki að særa tilfinningar neins (einfalt „ég gerði mistök“ hefði verið smekklegra þarna).“ Meira »

Margrét Hallgrímsdóttir
Margrét Hallgrímsdóttir
þjóðminjavörður

Skyggnst aftur til fortíðar

„Barátta fyrir jöfnum rétti fólks á sér langa sögu. Mér verður hugsað til íslenskra kvenna fyrr á öldum, sem bjuggu ekki við sömu réttindi og konur samtímans. Þegar hugsað er til fyrstu alda Íslandsbyggðar sjá þó margir fyrir sér sterkar og áhrifamiklar landnámskonur, sem jafnvel geta enn haft áhrif á hugarfar hér á landi.“ Meira »

Margrét Helga Steindórsdóttir
Margrét Helga Steindórsdóttir
nemi við Menntaskólann að Laugarvatni

Í baráttuhug frá unga aldri

„Þegar ég varð 18 ára þá stökk ég til og gataði mig, fékk mér húðflúr, keypti tóbak og horfði í fyrsta skipti á bannaða mynd. Allt af því að ég mátti það loksins, það var löglegt og ég var orðin 18 ára.“ Meira »

Margrét Jóhanna Pálmadóttir
Margrét Jóhanna Pálmadóttir
kórstjóri og tónlistarmaður

Kosningadagar eru hátíðisdagar

„Mitt heimili var allra flokka og mjög háværar umræður fylgdu bridgeklúbbi foreldra minna á fimmtudagskvöldum. Algengt var að atkvæðin á heimilinu flyttust á milli flokka eftir getu þeirra í sjávarútvegsmálum. Enginn fiskur ekkert líf.“ Meira »

Margrét Pála Ólafsdóttir
Margrét Pála Ólafsdóttir
stofnandi Hjallastefnunnar

Látum piltana kjósa sig sjálfa

„Rauðsokkurnar voru löngu horfnar, Kvennalistinn ekki lengur að ögra pólitíkinni, grasrótarpólitík kvenna frá níunda áratugnum var horfin – það var einfaldlega ekkert að gerast.“ Meira »

María Rut Kristinsdóttir
María Rut Kristinsdóttir
markaðsstjóri og varaformaður Samtakanna '78

Sex ættliðir sterkra kvenna

„Það er einlæg ósk mín að eftir hundrað ár, árið 2115 verði dóttur-dóttur-dóttir mín beðin um að skrifa grein um jafnréttisbaráttuna. Þar sem hún verður steinhissa þegar hún fer að skoða söguna og kemst að því að minnihlutahópar hafi þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum árið 2015.“ Meira »

Nanna Hlíf Ingvadóttir
Nanna Hlíf Ingvadóttir
tónlistarkennari

Hvað hefur breyst á 100 árum?

„Þegar hún var 95 ára (fyrir 11 árum) sagði hún með þunga, þar sem við sátum saman og biðum eftir að 17. júní messa hæfist: „Það er eitt sem ég þrái að upplifa áður en ég fell frá, [hér hugsaði ung dótturdóttir hennar að það hlyti að vera að sjá hana ganga sem brúði upp að altarinu], það er að kjósa einu sinni enn, ég er nefnilega búin að skipta um flokk!““ Meira »

Nótt Thorberg
Nótt Thorberg
markaðsstjóri Marel á Íslandi og einn af stofnendum Konur í sjávarútvegi

Framtíðin er okkar

„Tækifærin eru sögð jöfn í orði og á borði en í hjarta þorra landsmanna ríkir ennþá menningarbil á milli kynjanna sem endurspeglast í gjörðum okkar dags daglega, bæði í lífi og starfi.“ Meira »

Ragnhildur Gísladóttir
Ragnhildur Gísladóttir
tónlistarkona

Er amma í alvörunni sammála afa?

„Ég fer með afa þínum á kjörstað og kýs það sama og hann. Stundum spyr ég hann rétt áður en ég fer inn hvað flokkurinn heitir, sem ég á að merkja við, því að ég verð stundum svolítið taugaóstyrk í svona aðstæðum.“ Meira »

Ragnhildur Sigurðardóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
kylfingur og golfkennari

Konur gerðu allt sem skipti máli

„Móðir mín, Halldóra Einarsdóttir frá Kaldrananesi í Mýrdal, var framan af minni æsku heimavinnandi húsmóðir með öllu því sem tilheyrir. Stórt heimili var útgjaldafrekt og störfin sem ættmóðirin innti af hendi fóru smátt og smátt að læðast út fyrir veggi heimilisins líka.“ Meira »

Rakel Sölvadóttir
Rakel Sölvadóttir
tölvunarfræðingur og stofnandi Skema

Ísland best í heimi?

„Á hliðarlínunni sem „soccer-mom“ fann ég og heyrði hvernig sumar mömmurnar litu á það sem sína ábyrgð og skyldu að sjá alfarið um börn og heimili samhliða fullri vinnu með lítilli sem engri aðstoð maka.“ Meira »

Rannveig Rist
Rannveig Rist
forstjóri Rio Tinto Alcan

Eftirminnilegasta atkvæðið

„Við fórum því hópur Íslendinga í sjö-manna bíl í ökuferð í Kaliforníufylki til þess að hitta ræðismanninn og leggja okkar lóð á vogarskálarnar í einverjum minnst spennandi kosningum sögunnar.“ Meira »

Salome Þorkelsdóttir
Salome Þorkelsdóttir
fyrrv. alþingismaður og fyrsti forseti Alþingis

Kosningarétturinn 100 ára

„Við skulum vona að við höfum „gengið til góðs götuna fram eftir veg“ og áfram verði haldið með það að leiðarljósi, að saman viljum við vinna, konur og karlar, og tryggja öryggi og velferð íslensku þjóðarinnar.“ Meira »

Salóme Guðmundsdóttir
Salóme Guðmundsdóttir
framkvæmdastjóri Klak Innovit

Konur: Látum vaða!

„Mín upplifun er sú að tengsl og persónubönd hafi stundum of mikið vægi þegar kemur að starfsmannaráðningum, boði í stjórnarsetu, vali á fyrirlesara eða viðmælanda í fjölmiðlum, algjörlega að ólöstuðum styrkleikum þeirra sem fyrir valinu verða.“ Meira »

Sigríður Kristjánsdóttir
Sigríður Kristjánsdóttir
skipulagsfræðingur

Ekkert væl, heldur vilji!

„Viti men, hann fékk fullkomna þjónustu, barnið fékk aðhlynningu og það var eins og ég væri ekki á staðnum. Eftir þetta atvik fer ég aldrei með mín börn til læknis. Tel einfaldlega að börnin mín fái betri þjónustu ef að maðurinn minn fer með þau.“ Meira »

Sigríður Ragnarsdóttir
Sigríður Ragnarsdóttir
skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar

Viljinn til að breyta heiminum

„Á námsárum mínum í Bandaríkjunum kynntist ég hinum nýja femínisma, hugmyndum kvenna á borð við Betty Friedan, Gloriu Steinem og Germaine Greer, sem höfðu mikil áhrif á mig.“ Meira »

Sigríður Soffía Níelsdóttir
Sigríður Soffía Níelsdóttir
dansari og danshöfundur

Kynferðisofbeldi er daglegt brauð

„Í grunnskóla var vinkonu minni nauðgað, í menntaskóla var annarri vinkonu minni nauðgað. Hún kærði, fór alla leið með málið, það var átakanlegt. Mál hennar var fellt niður og einhverjum mánuðum seinna var ráðist á hana af vinum brotamannsins, hvar er réttlætið?“ Meira »

Sigríður Thorlacius
Sigríður Thorlacius
tónlistarkona

Kven-

„Í raun virtist alls enginn áhugi að fá mig eða nokkra aðra konu til starfa. Það var bara komin upp þessi bagalega staða og henni þurfti að redda og finna til skásta kostinn.“ Meira »

Sigrún Eðvaldsdóttir
Sigrún Eðvaldsdóttir
konsertmeistari

Saman í átt að jafnrétti

„Þegar frú Vigdís Finnbogadóttir varð fyrsta konan sem kosin var forseti á Íslandi þá klæddi móðir mín sig upp á þessu fagra sumarkvöldi og tók mig með sér í bæinn þar sem við stóðum ásamt fjölda fólks fyrir utan hús Vigdísar og hylltum hana.“ Meira »

Sigurlaug Inga Árnadóttir
Sigurlaug Inga Árnadóttir
húsmóðir

Kosningarétturinn

„Móðir mín sem var fædd árið 1899 ræddi oft þessi tímamót og eitt það fyrsta sem hún reyndi að innprenta í okkur krakkana þegar við höfðum aldur til var að við mættum aldrei vanvirða kosningaréttinn.“ Meira »

Sigþrúður Guðmundsdóttir
Sigþrúður Guðmundsdóttir
framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins

Að gjörnýta kosningaréttinn

„En svo hafði hann samband um vorið og benti á hið augljósa; að ég myndi auðvitað aldrei bjarga einum eða neinum af ófærum vegum en tilkynnti í leiðinni að ég gæti endurgoldið greiðann á annan hátt.“ Meira »

Soffía Theódóra Tryggvadóttir
Soffía Theódóra Tryggvadóttir
yfirmaður viðskiptaþróunar hjá GreenQloud

Jákvæðar fyrirmyndir storka staðalímyndum

„Foreldrar mínir og þessir einstaklingar sjá engar kynbundnar hömlur og setja ekki upp hömlur, hvorki fyrir sjálfa sig né aðra. Það er mikilvægt fyrir alla að hafa jákvæðar fyrirmyndir í lífinu, eins og ég hef haft, til að læra að meta sig að verðleikum og efla sjálfstraust.“ Meira »

Sóley Kristjánsdóttir
Sóley Kristjánsdóttir
vörumerkjastjóri og dj

Frekar tækifæri en hitt að vera kona

„Ég hef aldrei verið feimin og hef yfirleitt fengið það sem ég hef sóst eftir þannig að ég hvet stelpur til að sækjast eftir því sem þær langar til og setja markið hátt og þannig breytist heimurinn.“ Meira »

Sólveig Björnsdóttir
Sólveig Björnsdóttir
bóndi

Stelpan

„Stelpan á einn stóran draum, að verða bóndi og eiga 500 ær eins og frændur hennar á innsta bænum í sveitinni, en þann draum hefur hún bara fyrir sig.“ Meira »

Stefanía Bjarney Ólafsdóttir
Stefanía Bjarney Ólafsdóttir
yfirmaður rannsókna og greininga hjá Plain Vanilla

Þeir

„Þeir hjá QuizUp. Þeir hjá Facebook. Þeir í Kjarnanum. Þeir hjá Pinterest. Þeir hjá Landsbankanum. Þeir hjá Google. Þeir hjá Buzzfeed.“ Meira »

Stefanía Malen Stefánssdóttir
Stefanía Malen Stefánssdóttir
skólastýra Brúarásskóla

Friður, jafnrétti, ást og öryggi

„Lausnina á lífsgátunni held ég að megi finna í lagi og vitna í Sölku Sól og Gnúsa Yones: „Við viljum frið, við viljum jafnrétti, ást og finna öryggi.““ Meira »

Steinunn Kristín Þorvaldsdóttir
Steinunn Kristín Þorvaldsdóttir
líkamsræktarkennari

Þegar við amma fengum kosningarétt

„Það leyndi sér heldur ekki að amma hafði hreinan ímugust á hvers kyns valdi og hroka og þoldi ekki sýndarmennsku. Hún lét öðrum eftir að taka ákvarðanir um ytri málefni, að undanskildum þessum degi sem hún fór í sparifötin til að kjósa.“ Meira »

Ugla Stefanía Jónsdóttir
Ugla Stefanía Jónsdóttir
fræðslufulltrúi Samtakanna '78

Jafnréttisbaráttan nái til allra

„Ég málaði mig, fór í kjól, sléttaði á mér hárið og gerði mig eins „kvenlega“ og ég gat (skv. stöðlum samfélagsins um hvað er kvenlegt). Svo ákvað ég að það væri kominn tími til að fara að kjósa.“ Meira »

Vilborg Ingólfsdóttir
Vilborg Ingólfsdóttir
skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu

Verðum að halda vöku okkar

„Ég hef verið einstaklega lánsöm að alast upp, þroskast og lifa við sterkar fyrirmyndir. Þar stendur mamma mín Inga Þorgeirsdóttir fremst allra. Á sinn hugprúða, markvissa en hljóðláta hátt sýndi hún sjálfri sér og öðrum þá virðingu að standa alltaf með fólki sama hver átti í hlut.“ Meira »

Þorbjörg Marinósdóttir
Þorbjörg Marinósdóttir
rithöfundur

Reykjavík 1914

„Móðir hennar hafði margt oft sagt henni að gefast ekki upp. Þess vegna reyndi hún að útskýra þetta fyrir honum. Kökkurinn gerði henni erfitt fyrir. Hann hlustaði í fyrstu skiptin. Leyfði henni að tala og kinkaði kolli einu sinni eða tvisvar.“ Meira »

Þóra Karítas Árnadóttir
Þóra Karítas Árnadóttir
rithöfundur

Framtíðin í skauti mér

„Vegna þess sem ég á í vændum, um hundrað árum eftir að kynsystur mínar hlutu kosningarétt, velti ég fyrir mér stöðu jafnréttismála í dag og hvort jafnréttisuppeldi lúti mismunandi lögmálum eftir því hvort alinn er upp drengur eða stúlka eins og staðan er í dag.“ Meira »

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
fjárfestir, framkvæmdastjóri og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu

Ingibjörg Sólrún undir koddanum

„Ég var forvitin og áhugasamur krakki og drakk í mig stemminguna og fylgdist spennt með kosningasjónvarpinu eins og um íþróttakappleik væri að ræða. Fannst lífið soldið skrítið, vorum við rík eða fátæk, vorum við hægra íhald eða kommúnistar?“ Meira »

Þórdís Nadia Óskarsdóttir
Þórdís Nadia Óskarsdóttir
nemi við LHÍ og danskennari

Takk fyrir og höldum áfram

„Ég hef ekki tölu á því hvað ég hef kosið oft yfir ævina, en ég hef ávallt kosið á þeim forsendum að ég taldi mitt atkvæði skipta máli, ekki vegna þess að ég taldi það vera skyldu mína sem kona að nýta rétt minn.“ Meira »

Þórey Edda Elísdóttir
Þórey Edda Elísdóttir
afrekskona í íþróttum

Af kosningarétti og stangarstökki

„Sem íþróttamaður var það ólýsanlegt að fá að upplifa draum sinn rætast. Sem femínisti var það ekkert síðra.“ Meira »

Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir
formaður Félags eldri borgara í Reykjavík

Þannig upplifði ég kosningaréttinn

„Þetta er sífelld barátta en þokast þó þar sem við sem þarna vorum að ala upp unga syni breyttum uppeldisaðferðum okkar verulega svo eldhúsið var opnað fyrir drengjunum.“ Meira »

Þrúður Kristjánsdóttir
Þrúður Kristjánsdóttir
fyrrverandi skólastjóri

Viðmiðin enn ekki þau sömu

„Í næstu kosningum var ungur maður valinn í 4. sætið og mér boðið heiðursæti listans, neðsta sætið, en ég afþakkaði það. Kærði mig ekki um að „vera upp á punt“.“ Meira »

Þuríður Backman
Þuríður Backman
hjúkrunarfræðingur og f.v. þingmaður

Hver rödd, hvert atkvæði skiptir máli

„Lýðræði verður ekki varið nema íbúar landsins haldi vöku sinni, nýti kosningaréttinn og láti í sér heyra ef valdamenn fara út fyrir umboð sitt eða misbjóði réttlætiskennd almennings.“ Meira »