„Gaman að vera í fararbroddi á heimsvísu“

Nýja útivistarlínan frá Icewear er engri lík.
Nýja útivistarlínan frá Icewear er engri lík. Ljósmynd/Tinna Stefánsdóttir

Um árabil hefur Icewear verið leiðandi á útivistarmarkaði, bæði hér heima sem og á erlendri grundu. Icewear hefur kappkostað að bjóða upp á vandaðar og vistvænar útivistarvörur sem stuðla að hreyfingu og aukinni útivist. Íslenska ullin hefur alltaf spilað stórt hlutverk í fatnaði Icewear, en þó aldrei eins og nú.

Icewear hefur tekið skrefið enn lengra og hannað heila útivistarlínu sem einangruð er með íslenskri ull. Nýja línan samanstendur af úlpum, jökkum, kápum, vestum og buxum ásamt vettlingum í litríku úrvali á sanngjörnu verði og á sér enga hliðstæðu.

„Þetta er í raun nýsköpun byggð á gömlum grunni sem mun færa ullariðnaðinn inn í framtíðina,” segir Aðalsteinn Pálsson, forstjóri Icewear, um nýja útivistarlínu sem nýlega leit dagsins ljós í verslunum Icewear.

Aðalsteinn Pálsson, forstjóri Icewear, segir íslensku ullina óviðjafnanlega.
Aðalsteinn Pálsson, forstjóri Icewear, segir íslensku ullina óviðjafnanlega. Ljósmynd/Tinna Stefánsdóttir

Fremst í flokki

„Það er gaman að vera í fararbroddi á heimsvísu,“ segir Aðalsteinn.

„Hugmyndin kviknaði fyrir nokkrum árum í samtali mínu við erlendan aðila sem hafði á ferli sínum viðkomu í heimabæ mínum, Akureyri, fyrir um 40 árum síðan einmitt þegar íslenskur ullariðnaður stóð sem hæst,” útskýrir Aðalsteinn sem setti sig í framhaldinu í samband við ullarvinnslufyrirtækið Ístex sem vann verkefnið lengra með það í huga að nýta íslensku ullina sem best.

Aðalsteinn bendir á að þó svo að nokkur leiðandi fyrirtæki á erlendum útvistarmarkaði séu farin að reyna fyrir sér í að einangra með ullarblöndu þá sé það ekkert í líkingu við nýja útivistarlínu Icewear sem inniheldur 80% íslenska ull. „Íslenska ullin er einstök eins og við vitum,” segir Aðalsteinn og brosir.

Nýja línan samanstendur af ýmsum litríkum yfirhöfnum og aukahlutum.
Nýja línan samanstendur af ýmsum litríkum yfirhöfnum og aukahlutum. Ljósmynd/Ondrej Holub

Íslenska ullin óviðjafnanleg

Íslenskt sauðfé hefur verið einangrað allt frá landnámsöld og hafa séreinkenni þess og íslensku ullarinnar því haldist nær óbreytt. Framgangur ullarinnar í aldanna rás og þeir eiginleikar sem sérstaklega hefur verið litið til eru tvenns konar þræðir sem ullin er samsett úr.

„Íslenska ullin býr yfir einstökum eiginleikum sem önnur ull hefur ekki. Ullarhárin á íslensku sauðfé kallast tog og þel. Togið eru grófir ytri þræðir, langir, glansandi, harðgerðir og vatnsfráhrindandi en þelið eru innri þræðirnir, fíngerðir, mjúkir og einangrandi. Þessi samsetning á togi og þeli er einmitt það sem gefur íslensku ullinni svona einstaka eiginleika á heimsvísu,” útskýrir Aðalsteinn.

Notkun á íslenskri ull er vistvænn kostur.
Notkun á íslenskri ull er vistvænn kostur. Ljósmynd/Ondrej Holub

Vistvæn verðmætasköpun

Frá því Icewear hóf starfsemi fyrir um 50 árum hefur íslenska ullin verið þungamiðja í vörulínunni. Má því segja að nýja ullarútivistarlínan marki ákveðin tímamót hjá Icewear þar sem leitað er til baka í ræturnar.

„Hér erum við búin að uppfæra nútímaútivistarfatnað í öllum regnbogans litum með gömlum og vistvænum grunni sem íslenska ullin sannarlega er. Það sem mestu máli skiptir er að íslenska ullin gefur góða öndun og jafnan varma með sínum einstöku eiginleikum eins og við Íslendingar þekkjum svo vel,“ segir Aðalsteinn og bendir á að notkun ullarinnar sé vistvænn kostur og um leið bylting fyrir umhverfisvænt útvistarfólk sem reiðir sig á virkni og gæði í útivistarfatnaði.

Íslenska ullin spilar stórt hlutverk í framleiðslu á fatnaði frá …
Íslenska ullin spilar stórt hlutverk í framleiðslu á fatnaði frá Icewear, enda býr hún yfir einstökum eiginleikum. Ljósmynd/Tinna Stefánsdóttir

„Icewear er eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir útivistarlínu sem er einangruð með íslenskri ull með þessum hætti,” segir Aðalsteinn og kveðst ánægður með hugmyndina að hönnun útivistarlínunnar. Það tók um þrjú ár að þróa hugmyndina og undirbúa framleiðsluna.

„Ég vonast til að þessi nýsköpun og betri nýting á íslensku ullinni komi sér vel fyrir bændur í framtíðinni,“ segir Aðalsteinn sem sér gríðarlega verðmætasköpun og sjálfbærni í íslensku ullinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert