Heimsfrægt hárgreiðslufólk skemmti sér í húsakynnum Bpro

Stórglæsileg sýning á vegum Bpro og LABEL.M.
Stórglæsileg sýning á vegum Bpro og LABEL.M. mbl.is/Óttar Geirsson

Um liðna helgi hélt Bpro heildverslun eina flottustu hársýningu sem haldin hefur verið hér á landi af því tilefni að nýlega kom ný og endurbætt hárvörulína frá LABEL.M á markað. Hársýningin var vel sótt enda hafa margir beðið eftir endurkomu LABEL.M og nýjungum úr smiðju vörumerkisins sem um árabil hefur verið eitt það allra vinsælasta. 

Baldur Rafn Gylfason, eigandi Bpro, segir varla hafa verið þverfótað fyrir prúðbúnum og vel hærðum gestum sem mættu á sýninguna. Að henni lokinni hafi tryllt teiti tekið við í höfuðstöðvum heildverslunarinnar við Smiðsbúð 2 í Garðabæ þar sem Dóra Júlía og KES þeyttu skífum.

Það var fullt út úr dyrum í höfuðstöðvum Bpro á …
Það var fullt út úr dyrum í höfuðstöðvum Bpro á laugardag. Ljósmynd/Jónatan Grétars

„Við breyttum fallegu höfuðstöðvum okkar í skemmtistað þetta kvöld. Mig hefur lengi langað til að gera það,“ segir Baldur, í skýjunum eftir vel heppnaða helgi.

„Það er ekki hægt að segja annað en að Bpro Club hafi verið „success“ og við hlökkum til að endurtaka leikinn við fyrsta tækifæri,“ segir hann og gerir ljóst að glamúr og gleði hafi verið allsráðandi.

Heimsþekkt hárgreiðslufólk 

Hársýning Bpro og LABEL.M var stjörnum prýdd en færasta hárgreiðslufólk landsins sá til þess að sýningin væri í hæsta gæðaflokki ásamt þeim Cos Sakkas og Efi Davies sem eru stórstjörnur úr háriðnaðinum erlendis. Bæði eru þau margverðlaunaðir hárgreiðslumeistarar og hafa haft „hendur í hári á stærstu tískuviðburðum heims.

„Þau stýra hárinu á tískuvikunni í London með LABEL.M og eru næst á leiðinni til Japan á aðeins stærri sýningu en þetta,“ upplýsir Baldur.

Plötusnúðurinn Dóra Júlía hélt uppi stuðinu eins og henni einni …
Plötusnúðurinn Dóra Júlía hélt uppi stuðinu eins og henni einni er lagið. mbl.is/Óttar Geirsson

Teymi undir stjórn Hörpu Ómarsdóttur, eiganda Hárakademíunnar og hárgreiðslustofunnar Blondie, aðstoðaði þau Efi og Cos en Harpa er svokallaður sendiherra LABEL.M á Íslandi.  

„Alls komu um 40-50 manns að sýningunni og var vel valið fólk í öllum hlutverkum. Make-up Studio Hörpu Kára sá um förðun og Ingó Grímsson á Hárbeitt aðstoðaði okkur líka.“

LABEL.M aðalnúmerið á tískuvikunni í London

LABEL.M er eitt fremsta hárvörumerki í heimi og hefur fest sig í sessi hjá fagfólki jafnt sem áhugafólki um heilbrigða hárumhirðu um allan heim.

Vörumerkið er heimsþekkt fyrir gæði, góða virkni og mikinn klassa. Stofnendur LABEL.M búa yfir áratugalangri reynslu í faginu og hafa víðtæka þekkingu á gæðum og tísku. Það hefur sett mark sitt á velgengni LABEL.M og þann gæðastimpil sem eina opinbera hárvörumerki tískuvikunnar í London ár hvert. 

„LABEL.M var stofnað 2005 og hefur frá árinu 2013 verið eina opinbera hárvörumerkið á tískuvikunni í London. Samstarfið hefur gefið okkur flottar vörur sem virka hratt og vel,“ segir Baldur en feðginin Toni Mascolo og Sacha Mascolo-Tarbuck eru forsprakkar LABEL.M. Toni Mascolo var einn af stofnendum hárvörumerkisins Toni&Guy sem hefur farið sigurför um heiminn síðustu áratugi.

„Þetta eru fagmenn fram í fingurgóma,“ segir Baldur og fullyrðir að vörurnar frá LABEL.M eigi sér engan líka. „Ég segi það og skrifa þetta er eitt vandaðasta hárvörumerki sem til er.“

LABEL.M er eina opinbera hárvörumerkið sem kemur að Tískuvikunni í …
LABEL.M er eina opinbera hárvörumerkið sem kemur að Tískuvikunni í London. mbl.is/Óttar Geirsson

Náttúran og hágæðahráefni í fyrirrúmi

Nýja línan státar af nærandi og uppbyggjandi hágæðahárvörum og er að mestu unnin úr náttúrulegum hráefnum sem hentar öllum hárgerðum. Línan hefur komið einstaklega vel út úr prófunum en M-Plex vörurnar leika stórt hlutverk í vörulínunni og hafa sýnt byltingarkenndan árangur.

„M-Plex er algert tímamótaefni sem byggir upp, endurnærir og verndar hárið fyrir skemmdum,“ útskýrir Baldur. 

Eftir vel heppnaða sýningu skemmti fólk sér langt fram á …
Eftir vel heppnaða sýningu skemmti fólk sér langt fram á nótt í húsakynnum Bpro. mbl.is/Óttar Geirsson

LABEL.M leggur ríka áherslu á að auka sjálfbærni og lágmarka umhverfisáhrif með því að halda í uppruna innihaldsefna og umhverfisvænar umbúðir.

„Nýja formúlan hefur sýnt hversu árangursríkt það er að halda í upprunann. Fólk kaupir „Therapy“ olíuna, „Texturising“ spreyið og „Brunette“ þurrsjampóið aftur og aftur. Þetta eru  vinsælustu vörurnar frá LABEL.M sem fólk þreytist ekki á að eiga,“ segir Baldur og bendir á að nýju vörurnar verði fáanlegar á öllum helstu sölustöðum LABEL.M á næstu vikum. 

Hjónin Baldur Rafn Gylfason og Sigrún Bender, eigendur Bpro.
Hjónin Baldur Rafn Gylfason og Sigrún Bender, eigendur Bpro. Ljósmynd/Jónatan Grétars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert