Byrjaði 8 ára gömul að vinna í efnalaug

Verslunin Hótelrekstur og heimili býður upp á fjölbreytt úrval af …
Verslunin Hótelrekstur og heimili býður upp á fjölbreytt úrval af endingargóðum gjafavörum. Ljósmynd/Aðsend

Hótelrekstur og heimili er verslun sem sérhæfir sig í sölu á hágæðavörum ætluðum til langtímanotkunar fyrir hótel og heimili. Verslunin er til húsa í Hátúni 6 í Reykjavík en Hótelrekstur og heimili heldur jafnframt úti netverslun þar sem finna má fjölbreytt vöruúrval á frábæru verði. 

„Við eigum að veita okkur það leyfi í auknum mæli að dekra við okkur sjálf heima fyrir - ekki bara þegar við förum á hótel,“ segir Ragnheiður Sigurðardóttir, eigandi verslunarinnar, og telur ekkert því til fyrirstöðu að heimili fólks geti búið yfir sömu þægindum og fimm stjörnu glæsihótel.

„Umhverfið þolir það illa að við kaupum vörur sem hafa stuttan líftíma.“

Sængurverin frá Hótelrekstri og heimili eru meðal annars úr egypskri …
Sængurverin frá Hótelrekstri og heimili eru meðal annars úr egypskri bómull, maco bómul, hör og silki. Silki sængurverin eru ,,25 momme" sem þýðir enn meiri gæði. Ljósmynd/Aðsend

Áhuginn kviknaði snemma

Ragnheiður hefur lengi haft brennandi áhuga á heimilis- og rekstrarvörum enda hefur hún áratugalanga reynslu á því sviði.

„Það má segja að minn starfsferill hafi byrjað í efnalaug þegar ég var átta ára. Efnalaugin Björg var stofnuð af afa mínum fyrir 70 árum síðan og þar er ég í raun alin upp,“ útskýrir Ragnheiður og segir áhuga sinn á sængurfatnaði, handklæðum, taui og ýmsum rekstrarvörum vera sprottinn þaðan. 

„Það blundaði alltaf í mér að fara í minn eigin rekstur á því sem ég hafði góða þekkingu á,“ segir Ragnheiður um tildrög Hótelreksturs og heimila.

Bara það besta

Vöruúrval verslunarinnar einkennist af endingargóðum hágæðavörum sem framleiddar eru í löndum á borð við á Ítalíu, Belgíu, Þýskaland og England.

„Við horfum mest í þægindi og endingu. Vörurnar sem við bjóðum upp á eru til þess gerðar að endast vel og lengi,“ segir Ragnheiður sem er mikið í mun að viðskiptavinir fái meira fyrir minna og minnki þar með sóun.  

Ragnheiður segir þráðafjöldann í sænguverum skipta höfuð máli þegar litið …
Ragnheiður segir þráðafjöldann í sænguverum skipta höfuð máli þegar litið er til endingar og þæginda. Ljósmynd/Aðsend

Ragnheiður segir fólk, og sér í lagi ungt fólk, orðið vandlátt á sængurfatnað og velji gæði og þægindi umfram annað. Þeirri þróun tekur hún fagnandi enda sparar það fólki fjármuni, gerir það vistvænna og hámarkar bæði notagildi og notalegheit.

„Fólk spáir miklu meira í þetta og vill hafa almennilegan sængurfatnað á rúmum sínum,“ segir Ragnheiður og bendir á að hjá Hótelrekstri og heimilum sé aðeins boðið upp á bestu bómull sem völ er á. Hún er lífræn og ofin með þéttleikann í fyrirrúmi sem skilar sér í slitsterkari vörum.

Mikið úrval er af hágæða og dúnamjúkum handklæðum með góðri …
Mikið úrval er af hágæða og dúnamjúkum handklæðum með góðri litafestu, enda á að vera hægt að þvo handklæðin aftur og aftur án þess að á þeim fari að sjá. Ljósmynd/Aðsend

Þráðafjöldinn lykilatriðið

„Það skiptir máli fyrir líkamann að það sem kemur næst honum andi vel og viðhaldi raka í húðinni. Þetta á við um sængurföt, sloppa og handklæði. Við sofum að meðaltali í 6-8 tíma. Það skiptir máli hvað kemst í snertingu við líkamann á meðan.“ 

„Svo er bómull ekki bara bómull heldur eru til nokkrar gerðir. Bómullin er ofin með misjöfnum hætti en hvernig sem vefnaðurinn fer fram þá skiptir þráðafjöldinn miklu máli þegar litið er til endingar og þæginda.“

Mikið úrval er af hvers kyns dúkum, hringlaga og ferköntuðum …
Mikið úrval er af hvers kyns dúkum, hringlaga og ferköntuðum úr bómull, hör og straufríu efni. Ljósmynd/Aðsend

„Það er villandi þegar 600-1200 þráða sængurverasett eru auglýst. Við verðum að horfa í hvernig sá þráðafjöldi er talinn. Yfirleitt er þráðafjöldinn talinn á 2,5cm x 2,5cm og þá komast 600-1200 þræðir ekki fyrir nema að hafa verið klofnir í tvennt eða þrennt,“ útskýrir hún og segir sængurverin þar með verða lélegri.

„Sængurverin frá okkur eru 300 þræðir mældir á 2,5cm x 2,5cm - betra verður það ekki.“

Vissir þú að...

- Verslunin býður fjölbreytt vöruúrval. Þar má finna hágæðahandklæði, sængur, kodda, hlífðardýnur, sængurföt, sloppa, inniskó, töskustanda, blómavasa, svefngrímur, servíettur, dúka, sápur, ilmkerti auk fjölda annarra vara.

- Allir geta verslað í Hótelrekstri og heimilum.

- Opnunartími verslunarinnar er alla virka daga frá 12-17.

- Allt lín í hæsta gæðaflokki má þvo á 95°.

- Góð litafesta í líni miðast út frá 95° þvotti.  

- Til þess að ná rykmaurum úr líni þarf það að þola 60° þvott. 

Blómavasar og aðrir skrautmunir frá Hótelrekstri og heimilum eru einstaklega …
Blómavasar og aðrir skrautmunir frá Hótelrekstri og heimilum eru einstaklega slitsterkir en ekki síðri fyrir augað. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is