„Reynum að einfalda fólki lífið“

Eva Laufey Kjaran starfar sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups.
Eva Laufey Kjaran starfar sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

„Það hefur verið gríðarleg stemning hjá okkur nú í aðdraganda jóla,” segir Eva Laufey Hermannsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups.

Í dag kom út Jólamatarblað Morgunblaðsins en Hagkaup er stoltur stuðningsaðili blaðsins. Samstarfið hófst fyrir mörgum árum þegar umsjónarmann matarvefs mbl.is, Þóru Kolbrá Sigurðardóttur, langaði að gera matarblað þar sem uppskriftir og myndir fengju að njóta sín í stað þess að vera drekkhlaðið auglýsingum.

„Hún bað Hagkaup um að kaupa öll auglýsingaplássin í blaðinu en nýta bara hluta þeirra. Við tókum því, enda fátt skemmtilegra en vegleg matarblöð sem innihalda ómótstæðilegar uppskriftir,” segir Eva Laufey.

Jólin þín byrja í Hagkaup - þar er allt á …
Jólin þín byrja í Hagkaup - þar er allt á einum á stað. Ljósmynd/Brynjólfur Jónsson

Framsækið vöruúrval

Hagkaup leggur ríka áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt og vandað vöruúrval í verslunum sínum þar sem úrvals sælkeravörur eru hafðar í fyrirrúmi.

„Margar af sælkeravörunum okkar eru hvergi annars staðar fáanlegar hér á landi. Við höfum einnig verið dugleg að styðja við íslenska matarfrumkvöðla,“ segir Eva Laufey en Hagkaup stendur fyrir nýsköpunarsamkeppni í matargerð á ári hverju.

„Auk þess tökum við reglulega í sölu vörur frá íslenskum smáframleiðendum en það getur verið flókið fyrir lítil fyrirtæki að koma vörum sínum í verslanir. Á dögunum héldum við jólamarkað með smáframleiðendum sem gekk vonum framar. Klárlega viðburður sem er kominn til að vera enda erfitt að standast óaðfinnanlegar kræsingarnar sem eru töfraðar fram.“

Nýlega var haldinn jólamarkaður smáframleiðanda í Hagkaup.
Nýlega var haldinn jólamarkaður smáframleiðanda í Hagkaup. Ljósmynd/Brynjólfur Jónsson

Viðskiptavinurinn númer 1, 2 og 3

Eva segist vera ánægð með vistaskiptin en hún sagði skilið við fjölmiðla þegar hún tók við starfi markaðs- og upplifunarstjóra Hagkaups.

„Þetta er frábært starfsumhverfi og ég hef mikinn metnað fyrir því að viðskiptavinir okkar fái sem mest út úr heimsókn sinni í Hagkaup. Við bjóðum upp á framúrskarandi þjónustu og einstakt vöruúrval og erum bæði stærsta snyrtivöru- og leikfangaverslun landsins. Það skiptir okkur öllu máli að viðskiptavinunum líði vel í verslunum okkar,“ útskýrir Eva Laufey.

„Við reynum að einfalda fólki lífið eins og kostur er og vera í takt við tíðarandann. Vöruúrvalið er þannig að þú átt ekki að þurfa að fara í margar verslanir til að finna það sem þú leitar að.“

Starfsfólk í verslunum Hagkaups veitir framúrskarandi þjónustu.
Starfsfólk í verslunum Hagkaups veitir framúrskarandi þjónustu. Ljósmynd/Brynjólfur Jónsson

Allt á einum stað fyrir hátíðirnar

Eva Laufey segir verslanir Hagkaups eiga sér enga hliðstæðu hér á landi. Þær séu í alfaraleið og búnar vöruúrvali sem mæta þörfum viðskiptavina í amstri dagsins. Það eitt og sér hámarkar ánægjulega upplifun viðskiptavina Hagkaups, sem státar af sjö verslunum samtals.

„Við erum með mikið úrval af tilbúinni vöru og erum sérstaklega sterk í hátíðarmatnum. Það er nánast hægt að kaupa allan jólamatinn tilbúinn eða allt að því tilbúinn. Hamborgarhryggurinn okkar þarf bara að fara inn í ofn og ég held að ég geti fullyrt að hann sé sá vinsælasti á landinu.” 

Vöruúrvalið í Hagkaup er með því besta hér á landi.
Vöruúrvalið í Hagkaup er með því besta hér á landi. Ljósmynd/Brynjólfur Jónsson

Hagkaup kappkostar einnig að fá til liðs við sig fagmenn sem reiða fram matvörur fyrir þá sem eru mikið gefnir fyrir gæði og góðan mat.

„Sælkerabúðin hefur opnað kjötborð bæði í verslunum okkar í Kringlunni og Garðabæ. Auk þess bjóðum við upp á mikið úrval af tilbúnu meðlæti og meira að segja eftirréttum frá þeim í verslunum okkar. Svo má ekki gleyma samstarfinu við 17 sortir en þær ætla einmitt að bjóða upp á úrval af tilbúnum eftirréttum fyrir jólin,” segir Eva Laufey sem er að vanda orðin spennt fyrir komandi jólahátíð.

„Ég er mikið jólabarn. Ég er að upplifa í fyrsta sinn að starfa í matvöruverslun fyrir jól og það er búið að vera heljarinnar fjör í nóvember og ég bíð spennt eftir því sem desember býður upp á,“ segir Eva Laufey er að sjálfsögðu búin að setja upp jólatréð og baka nokkrar plötur af tilbúnu smákökudeigi.

„Ég set allt upp fyrsta í aðventu og einfaldaði lífið til muna núna og kom með tilbúið kökudeig á markað. Það er algjör snilld að geta keypt gott kökudeig og skellt því inn í ofn á örfáum mínútum - gerist ekki betra og þægilegra.“ 

Smelltu hér til að skoða Jólamatarblað Morgunblaðsins og Hagkaups. 

mbl.is