„Vertu flottust í fjallinu“

Maggý segir heilgalla vera það heitasta hjá konum í dag.
Maggý segir heilgalla vera það heitasta hjá konum í dag. Ljósmynd/Aðsend

Verslunin hjá Hrafnhildi er rótgróin og fjölskyldurekin kvenfataverslun sem fagnaði 30 ára afmæli í síðasta mánuði. Vöruúrval verslunarinnar er með því flottara sem sést í verslunum hér á landi en það státar af vönduðum hágæðafatnaði fyrir konur. 

Fyrr í vikunni fékk verslunin nýja sendingu af hinum geysivinsæla Goldbergh skíðafatnaði sem margar konur hafa beðið eftir.

Margrét Káradóttir, oftast kölluð Maggý, verslunarstjóri hjá Hrafnhildi.
Margrét Káradóttir, oftast kölluð Maggý, verslunarstjóri hjá Hrafnhildi. Ljósmynd/Aðsend

„Síðasta sending seldist svo gott sem upp,“ segir Margrét Káradóttir, verslunarstjóri í hjá Hrafnhildi. 

„Mér finnst það svo sem ekkert skrýtið því mér líður alltaf eins og ég sé orðin tvítug aftur þegar ég klæði mig í fatnað frá Goldbergh,“ lýsir Margrét og hlær en hún segir fötin hafa þann eiginleika að vera einstaklega klæðileg.

„Kona sem mátar fatnað frá Goldbergh getur ekki annað en keypt hann. Sniðin, litirnir og mynstrin eru hönnuð á þann hátt að þau falla sérlega vel að líkamsvexti kvenna. Þetta fullkominn fatnaður fyrir konur sem vilja vera flottastar í brekkunum og vera í hlýjum og góðum fatnaði á sama tíma.“

Gæði og glæsileiki

Vörumerkið Goldbergh hefur farið sigurför um heiminn síðustu misserin. Árið 2009 var fyrirtækið stofnað en síðan þá hafa mikil umsvif átt sér stað í rekstri þess. Nú er fatnaður frá vörumerkinu seldur í rúmlega 700 verslunum um allan heim.

Hjá Hrafnhildi fást einnig ýmsir nytsamlegir fylgihlutir frá Goldbergh.
Hjá Hrafnhildi fást einnig ýmsir nytsamlegir fylgihlutir frá Goldbergh. Ljósmynd/Aðsend

„Öll efnin eru gæðavottuð. Líka dúnninn og loðskinnin en þau koma frá Saga Furs í Finnlandi sem er ábyrg og vottuð skinnframleiðsla. Gallarnir frá Goldbergh eru líka með Primaloft fyllingu sem gerir þá einkar hlýja og notalega,“ útskýrir Maggý. „Svo skemmir það ekki fyrir að vera „fabjúlös“ í fjallinu,“ bætir hún við og hlær.

Tvískiptur skíðafatnaður getur líka verið praktísk eign. Þessi geggjaða gullúlpa …
Tvískiptur skíðafatnaður getur líka verið praktísk eign. Þessi geggjaða gullúlpa sómir sér vel á skíðasvæðinu. Ljósmynd/Aðsend

Heilgallar sem heilla

Maggý segir tískuna fara í hringi og það sannar nýjasta sendingin frá Goldbergh sem óhætt er að segja að sé innblásin af sjöunda áratuginum.   

„Heilgallarnir frá Goldbergh eru langvinsælastir um þessar mundir. Það er svolítill „seventís“ stíll yfir öllu núna,“ segir Maggý og bætir við að aðalhönnuður Goldbergh hafi hagnýtt notagildi og flotta hönnun í fyrirrúmi fyrir sjálfstæðar konur sem vita hvað þær vilja. 

„Þetta er klæðileg og vönduð hátíska. Hönnuðurinn er kvenkyns og hún veit vel hvernig sniðin eiga að vera til að undirstrika kvenlegar línur,“ segir Maggý og nefnir að hægt sé að skara fram úr í brekkunum á fleiri en einn máta.

Það er ekki leiðinlegt að vera ,,fabjúlös
Það er ekki leiðinlegt að vera ,,fabjúlös" í fjallinu. Ljósmynd/Aðsend

„Sumir eyða heilu og hálfu dögunum í brekkunum á skíðum. Það er ótrúlega gaman að geta borið af og verið langflottust í fjallinu, eins og nýja jólamyndin með Lindsay Lohan sýnir svo vel,“ segir Maggý og vitnar í nýútkomna Netflix-kvikmynd, Falling for Christmas, þar sem sjá má skíðafatnað frá Goldbergh bregða fyrir og spila stórt hlutverk.

„Það er greinilegt að Íslendingar eru farnir að þekkja Goldbergh-merkið. Það hefur verið brjálað að gera hjá okkur síðan sendingin kom. Þetta hefur algerlega hitt í mark og margir eiginmenn hafa ákveðið að setja Goldbergh í jólapakkann til betri helmingsins í ár,“ segir Maggý. „Svo pökkum við öllum Goldbergh-gjöfum inn í gylltar, stórar og fallegar gjafaöskjur sem gleðja sannarlega augað.“

Það var mikið um dýrðir þegar nýja sendingin kom í …
Það var mikið um dýrðir þegar nýja sendingin kom í hús í versluninni Hjá Hrafnhildi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is