Byggðu þrjú einbýlishús á aðeins sex mánuðum

Finnur Guðmundsson, framkvæmdastjóri TEKTA.
Finnur Guðmundsson, framkvæmdastjóri TEKTA. mbl.is/Kristinn Magnússon

TEKTA sér­hæf­ir sig í inn­flutn­ingi og sölu á hágæða ein­inga­hús­um fyr­ir ís­lensk­ar aðstæður. Ein­inga­hús­in frá TEKTA hafa fjöl­marga kosti en helst eru þau þekkt fyr­ir skamman uppsetningartíma sem sparar mik­inn tíma og kostnað ásamt því að vera fram­leidd úr hágæða byggingarefn­um.

„Við bjóðum upp á vandaðar og hag­kvæm­ar lausn­ir og mikið úr­val af mis­mun­andi gerðum hús­bygg­inga,“ seg­ir Finn­ur Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri TEKTA.

Á vefsíðu TEKTA má sjá fjölda lausna á framúrsk­ar­andi og vel skipu­lögðum ein­inga­hús­um þar sem hver ein­ing er mikið unn­in. All­ar ein­ing­ar eru fram­leidd­ar við bestu aðstæður og skil­yrði í verk­smiðju sem eyk­ur gæði hús­anna til muna.

„Ein­ing­arn­ar koma stórar til að fækka samskeytum og eru yfirleitt sett­ar sam­an á horn­um,“ lýs­ir Finn­ur. „Áður en húsin eru af­hent hef­ur verið gengið frá glugg­um og hurðum í verk­smiðjunni. Það kemur í veg fyr­ir að raki kom­ist í timb­ur og ein­angr­un og aðra bygg­ing­ar­hluta sem síðar geta valdið myglu eða öðru sam­bæri­legu tjóni,“ seg­ir Finn­ur og legg­ur áherslu á að all­ar bygg­inga­lausn­ir frá TEKTA séu fram­leidd­ar í sam­ræmi við ís­lensk­ar bygg­ing­a­reglu­gerðir.

„Við velj­um efni af kost­gæfni og för­um tölu­vert um­fram lág­marks­staðla því við vit­um hvernig veðurfarið á Íslandi get­ur verið. Þess vegna ein­setj­um við okk­ur að leggja sér­stak­ar áhersl­ur á ís­lensk­ar aðstæður.“

Starfsmenn TEKTA, Guðbjartur Halldórsson, Finnur Guðmundsson og Angela María Roldos, …
Starfsmenn TEKTA, Guðbjartur Halldórsson, Finnur Guðmundsson og Angela María Roldos, eru spenntir fyrir verkefnum framtíðarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vönduð hús á viðráðan­legu verði

Finn­ur seg­ir mikla vönt­un á ís­lensk­um markaði fyr­ir fram­leiðslu á gæða ein­inga­hús­um með einingum sem eru mikið kláraðar, ekki bara efnispakkar. Það skýri vel­gengni TEKTA síðustu ár. Hann seg­ir sér­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins vera mikið kláraðar einingar fyrir vönduð ein­inga­hús á viðráðan­legu verði.

„Við stofnuðum TEKTA fyr­ir rúm­um tveim­ur árum. Á þeim tíma hef­ur okk­ur gengið afar vel enda er skort­ur á sams­kon­ar fram­leiðslu á ís­lensk­um markaði. Svo er líka mik­ill skort­ur á iðnaðarmönn­um. Þessir þættir gætu skýrt þá eft­ir­spurn sem við finn­um fyr­ir,“ út­skýr­ir Finn­ur og tel­ur það vera kost fyr­ir viðskipta­vini að lágmarka mikla vinnu iðnaðarmanna og viðbótarvinnu sem stundum skapast við misjöfn veðurskilyrði. Þar kunni mestu út­gjöld­in að liggja.

Nýlega reisti TEKTA þrjú ný einingahús í Borgarnesi.
Nýlega reisti TEKTA þrjú ný einingahús í Borgarnesi. Ljósmynd/Aðsend

„Það skipt­ir okk­ur mestu máli að bjóða upp á vönduð hús og það eru eig­in­lega eng­in for­dæmi fyr­ir því hversu mikið ein­ing­arn­ar eru kláraðar. Það spar­ar viðskipta­vin­um okk­ar gríðarlega mikla fjár­muni en ekki síður tíma. Það er mik­ill hag­ur kaup­enda í því að fjár­festa í ein­inga­húsi í stað þess að byggja,“ seg­ir hann.

„Við sér­hæf­um okk­ur í ein­býl­is- og frístundahús­um en það er í sjálfu sér allt hægt að gera, hvort sem það eru par- eða raðhús, hús með nokkr­um íbúðum eða blokk­ir þess vegna,“ bend­ir Finn­ur á en seg­ir vin­sæl­ustu hús­in frá TEKTA vera sér­býli sem eru um 100-150 fer­metr­ar að stærð.

„Flórgoði, 150fm hús­ið okk­ar, hefur verið gíf­ur­lega vin­sælt. Næst á eft­ir kemur svo Kría sem er 97fm og Spói sem er 63fm að gólffleti með aukalega 30fm svefnlofti. Sér­býli sem eru á milli 100 og 150fm hafa verið lang­vin­sæl­ust, enda stærðir sem henta fjöl­skyldu­fólki vel og upp­fylla nú­tíma kröf­ur.“

Einingahúsin frá TEKTA eru vinsæl frístundahús.
Einingahúsin frá TEKTA eru vinsæl frístundahús. Ljósmynd/Aðsend

Hratt og ör­uggt ferli

TEKTA kapp­kost­ar að veita skjóta og áreiðan­lega þjón­ustu sem ein­fald­ar ferlið fyr­ir viðskipta­vini. Snöggt upp­setn­ing­ar­ferli og innifald­ir kostnaðarliðir auka ein­fald­leika og þæg­indi viðskipta­vina sem hyggj­ast reisa sér framtíðar­heim­illi með slík­um bygg­ing­ar­lausn­um.

„Við sjá­um um alla hönn­un, sjá­um til þess að fram­fylgja öll­um stöðlum og sköff­um allt efnið svo þetta get­ur varla verið þægi­legra fyr­ir okk­ar viðskipta­vini,“ seg­ir Finn­ur.

„Það sem er líka góður eig­in­leiki í okk­ar þjón­ustu er að við sjá­um um all­ar teikn­ing­ar fyr­ir þessi hús sem þýðir að það eru all­ar teikn­ing­ar innifald­ar í verðinu en það er eitt­hvað sem nýtist okkar viðskiptavinum vel þar sem það flýtir byggingarferlinu og gerir það skilvirkara að hafa þetta allt á einni hendi. Þannig erum við vel sam­keppn­is­hæf­,“ seg­ir hann.

Flórgoði einingahús er 150 fm glæsihýsi. Hér má sjá húsið …
Flórgoði einingahús er 150 fm glæsihýsi. Hér má sjá húsið að innanverðu. Ljósmynd/Aðsend

Ný­lega reisti TEKTA þrjú ný ein­inga­hús í Borg­ar­nesi sem mik­il ánægja er með. Hratt fram­leiðslu­ferli ásamt fag­mann­leg­um og skil­virk­um vinnu­brögðum er það sem ein­kenn­ir verkið.

„Fyrsta skóflustungan að grunnunum var tekin í byrjun júlí 2022. Öll þrjú húsin voru fullkláruð fyrir áramót. Byggingarferlið geng­ur rosa­lega hratt fyr­ir sig. Við erum mjög stolt­ af okk­ar starf­semi og get­um ekki beðið eft­ir verk­efn­um framtíðar­inn­ar.“

Finnur Guðmundsson, framkvæmdastjóri TEKTA, ánægður með nýju húsin í Borgarnesi.
Finnur Guðmundsson, framkvæmdastjóri TEKTA, ánægður með nýju húsin í Borgarnesi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert