Beint streymi: Aurbjargardagurinn

mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Árlegi Aurbjargardagurinn fer fram í Grósku í dag og er aðgangur ókeypis. Yfirskrift Aurbjargardagsins í ár er „Heilsaðu upp á fjármálin“ en markmiðið er að fræða almenning um fjármál einstaklinga og fjölskyldna með skilvirkum hætti.

Boðið verður upp á ýmsa forvitnilega og fræðandi fyrirlestra um fjármál og fjárhagslega heilsu fólks sem geta haft afdrifarík áhrif á fjárhagshegðun þeirra í nánustu framtíð. Formleg dagskrá hefst stundvíslega kl. 13.00 og lýkur kl. 16.00.

Í spilaranum hér að neðan má sjá beint streymi frá Aurbjargardeginum í Grósku.

mbl.is