„Getur hlaðið sömu rafhlöðuna 2100 sinnum“

Hildur Birna Gunnarsdóttir, sölustjóri hjá Rafborg.
Hildur Birna Gunnarsdóttir, sölustjóri hjá Rafborg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verslunin Rafborg var stofnuð árið 1967 og hefur því verið starfrækt óslitið í 55 ár. Frá upphafi hefur verslunin sérhæft sig í innflutningi og sölu á rafhlöðum og var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Hildur Birna Gunnarsdóttir, sölustjóri hjá Rafborg, segir töluverðar breytingar hafa orðið á þróun rafhlaðna síðustu ár og nýjar umhverfisvænni lausnir litið dagsins ljós sem taka mið af því að draga úr kolefnisspori.

„Skipti yfir í endurhlaðanlegar rafhlöður getur verið eitt mjög mikilvægt skref fyrir neytendur að taka í átt að umhverfisvænni vegferð,“ segir Hildur og tekur fram að endurhlaðanlegar rafhlöður séu ekki einungis skynsamur kostur út frá umhverfisáhrifum heldur eru þær einnig mun hagkvæmari möguleiki.

Endurhlaðanlegar rafhlöður eru mun betri kostur fyrir framtíðina en hinar …
Endurhlaðanlegar rafhlöður eru mun betri kostur fyrir framtíðina en hinar hefðbundu einnota rafhlöður. Myndin segir meira en þúsund orð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rafhlöður framtíðarinnar

Hildur segir endurhlaðanlegar rafhlöður ekki nýjar af nálinni heldur hafi þær verið til í fjöldamörg ár. Framþróun á þeim hafi þó verið gríðarleg hröð og tekið miklum stakkaskiptum síðastliðin áratug. Í dag segir hún endurhlaðanlegar rafhlöður standast fyllilega allan samanburð við hefðbundnar einnota rafhlöður og séu þær endurhlaðanlegu í raun mun öflugri.

„Ein af mikilvægustu ástæðunum fyrir því að skipta yfir í endurhlaðanlegar rafhlöður er sú að þú getur hlaðið eina rafhlöðu allt að 2100 sinnum. Á meðan eina einnota rafhlöðu er einungis hægt að nota einu sinni,“ segir Hildur. „Auk þess eru endurhlaðanlegar rafhlöður að standa sig betur en Alkaline rafhlöður í kulda. Sem er mjög mikilvægt hér á Íslandi,“ segir hún jafnframt. 

Framleiðsla á hefðbundnum rafhlöðum er ekki mjög vistvæn að sögn Hildar Birnu en einn helsti orkugjafinn við framleiðslu rafhlaðna eru kol. Er því óhætt að segja að mikil umhverfisáhrif skapist af því að notast við einnota rafhlöður líkt og hinn almenni neytandi hefur gert í háa herrans tíð.

„Þegar við kaupum endurhlaðanlegar rafhlöður þá minnkum við þessi umhverfisáhrif þar sem við getum notað þær aftur og aftur án þess að þurfa að framleiða nýjar rafhlöður í hvert skipti,“ segir Hildur og hvetur landsmenn til að leiða hugann að því að draga sem mest úr skaðlegum umhverfisáhrifum. 

Fyrirtækið Panasonic framleiðir endurhlaðanlegar rafhlöður undir vörumerkinu Eneloop sem fáanlegar …
Fyrirtækið Panasonic framleiðir endurhlaðanlegar rafhlöður undir vörumerkinu Eneloop sem fáanlegar eru hjá Rafborg. Ljósmynd/Rafborg

Meinleg umhverfisáhrif

Hildur Birna segir að hingað til lands sé flutt mikið magn af einnota rafhlöðum á ári hverju. Hún segir rafhlöðurnar fluttar sjóleiðina til Íslands og síðan er þeim aftur komið sjóðleiðis til Skandinavíu til förgunar eða endurvinnslu. Þá segir Hildur dapurt að hugsa til þess hversu lágt hlutfall einnota rafhlaðna skili sér raunverulega til endurvinnslu.

„Þetta er mjög óumhverfisvænt. Í Bretlandi eru einungis rúmlega 30% af einnota rafhlöðum sem skila sér í endurvinnslu. Ég vona að hlutfallið sé betra hér á Íslandi,“ segir Hildur. Brýnt sé að endurvinna málma sem einnota rafhlöður eru búnar úr og koma í veg fyrir að eitur- og mengunrarefni spilli náttúrunni og heilsu fólks.

„Það er mikilvægt að koma einnota rafhlöðum í endurvinnslu og þannig í veg fyrir að við missum krabbameinsvaldandi efni, auk annarra mengunarefna, út í vistkerfið okkar,“ segir Hildur Birna. „Það er líka mikilvægt að neytendur átti sig á því að með því að skipta yfir í endurhlaðanlegar rafhlöður eru þeir að skipta yfir í íslenska græna orku í stað þess að flytja inn þá orku sem búið er að setja á rafhlöður.“

Hægt er að hlaða endurhlaðanlegu rafhlöðurnar í allt að 2100 …
Hægt er að hlaða endurhlaðanlegu rafhlöðurnar í allt að 2100 skipti. Ljósmynd/Rafborg

Taktu skrefið

Hjá Rafborg er að finna fjölbreytt úrval af endurhlaðanlegum rafhlöðum. Samkvæmt Hildi eru Eneloop rafhlöðurnar frá vörumerkinu Panasonic þær öflugustu í heiminum í dag en Panasonic hefur lengi verið leiðandi á markaðnum. 

„Við þurfum að taka þessi mikilvægu skref í grænum stefnum. Með því að skipta yfir í endurhlaðanlegar rafhlöður sem Rafborg býður upp á eru neytendur að taka fyrsta og rétta skrefið í átt að grænum stefnum,“ segir Hildur og bendir á að fáanlegar séu nokkrar tegundir af algengustu rafhlöðunum sem henta fyrir heimili og fyrirtæki ásamt nokkrum tegundum af hentugum hleðslutækjum.

„Þetta er mun hagkvæmari kostur fyrir heimilin og fyrirtækin. Eins og ég segi, það er bæði kostnaðarsamt og óumhverfisvænt að kaupa einnota rafhlöður síendurtekið. Við mælum með því að neytendur prófi að fara í gegnum heimili sín og taki saman allar þær tegundir af einnota rafhlöðum sem eru í notkun og taki í kjölfarið fyrsta skrefið inn í græna framtíð og vistvæna orku,“ segir Hildur. 

Úrval endurhlaðanlegra rafhlaðna er fjölbreytt.
Úrval endurhlaðanlegra rafhlaðna er fjölbreytt. Ljósmynd/Rafborg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert