Betra vöruverð í Reykjanesbæ en Reykjavík

Björgvin Árnason, eigandi Bústoðar í Reykjanesbæ.
Björgvin Árnason, eigandi Bústoðar í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Birgitta Ósk Helgadóttir

Á Tjarnargötu 2 í Reykjanesbæ er húsgagnaverslunin Bústoð til húsa. Bústoð er rótgróin verslun sem býður upp á fjölbreytt vöruúrval af húsgögnum, heimilisvörum, sælkera- og gjafavörum í 1200 fm sýningarsal sem er hinn glæsilegasti. Bústoð á sér langa sögu en fyrirtækið var stofnað árið 1975 og hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á gæðavörur á góðu verði og persónulega þjónustu. 

Fyrr á árinu fóru fram eigendaskipti á versluninni þegar Björgvin Árnason, sem verið hefur verslunarstjóri í Bústoð síðastliðinn áratug, keypti ásamt vinum sínum reksturinn af hjónunum Róberti Svavarssyni og Hafdísi Gunnlaugsdóttur, sem hafa rekið Bústoð ásamt fjölskyldu sinni síðastliðin 48 ár. 

„Við tökum við mjög góðu búi og komum til með að halda í sömu gömlu og góðu gildin sem Bústoð er þekkt fyrir með örlítið breyttum áherslum sem líta að vöruúrvali og aðgengi,“ segir Björgvin sem er þó ekki að koma alveg nýr að borðinu því eins og áður segir hefur hann síðasta áratuginn sinnt stöðu verslunarstjóra hjá Bústoð og séð um vöruinnkaup verslunarinnar í hartnær tíu ár.

„Það eru að verða komin tíu ár síðan ég byrjaði hjá Bústoð og er mjög þakklátur fyrir traustið sem mér hefur verið sýnt í gegnum tíðina hjá fyrri eigendum. Verslunin byggir á mjög öflugum grunni þar sem sömu aðilar hafa hafa verið eigendur frá upphafi eða þar til núna í febrúar þegar við tókum við.“

Fjölbreytt vöruúrval, framúrskarandi þjónusta og gott verð er það sem …
Fjölbreytt vöruúrval, framúrskarandi þjónusta og gott verð er það sem viðskiptavinir ganga að í Bústoð. Ljósmynd/Birgitta Ósk Helgadóttir

Hágæðavörur á betra verði en í höfuðborginni

Bústoð sérhæfir sig í sölu á hágæðavörum sem tengjast heimilinu. Verslunin býr yfir góðu vöruúrvali frá heimsþekktum vörumerkjum á borð við; Calia Italia, Skovby, Furnhouse, Iittala, Christian Bitz, Lie Gourmet, Royal Copenhagen og KARE design, svo eitthvað sé nefnt.  

„Til okkar koma viðskiptavinir úr Reykjavík vegna þess að við erum að bjóða upp á mun betri verð en sambærilegar verslanir á höfuðborgarsvæðinu eru með á sömu vörum,“ segir Björgvin. 

„Sem dæmi erum við í Bústoð með stól sem kostar 19.990.- en sami stóll frá sama framleiðanda er að kosta 36.000.- í annarri verslun á höfuðborgarsvæðinu.“

Aðspurður segist Björgvin ekki vita af hverju þessi mikli verðmunur stafar en segir marga utanaðkomandi þætti geta haft áhrif á verðlagningu.

„Bústoð er með hlutfallslega minni yfirbyggingu en margar verslanir í höfuðborginni. Leiguverð á verslunarhúsnæði er líklega minna á Suðurnesjunum en í bænum og ýmislegt sem getur orsakað þetta en hugsanlega getur stundum verið um hreint og klárt okur að ræða,“ segir Björgvin glettnislega og bætir við að lykillinn að árangri verslunarinnar sé sá að viðskiptavinir hennar vita að þeir fá góð verð og frábæra þjónustu og komi því alltaf aftur og aftur.

Sýningarsalur verslunarinnar er 1200 fm að stærð og er hinn …
Sýningarsalur verslunarinnar er 1200 fm að stærð og er hinn glæsilegasti. Ljósmynd/Birgitta Ósk Helgadóttir

Gott orðspor besta auglýsingin

Í öll þau 48 ár sem Bústoð hefur verið starfandi hefur verslunin átt traustan hóp viðskiptavina á Suðurnesjunum. Það sem hefur einkennt verslunina er gott verð, persónuleg þjónusta og jákvætt viðmót en þau gildi hafa leitt af sér ánægða viðskiptavini sem þreytast ekki á því að eiga í viðskiptum við Bústoð. 

Samkvæmt Björgvin hefur hópur viðskiptavina Bústoðar farið ört stækkandi síðustu ár og dreifst vítt og breitt um landið. Það segir hann uppsprottið af góðu orðspori sem verslunin hefur áunnið sér í gegnum tíðina. 

„Við bjóðum upp á góð verð allan ársins hring og veitum viðskiptavinum okkar góða og persónulega þjónustu allt árið um kring og það spyrst út,“ segir Björgvin þakklátur viðskiptavinum verslunarinnar og hrósar starfsfólki Bústoðar í sömu andrá. 

 „Við erum svo heppin með starfsfólk, það býr yfir svo mikilli þekkingu og fagmennsku. Gott starfsfólk er mikill styrkleiki Bústoðar og kannski forsenda velgengi verslunarinnar,“ segir hann. 

„Vöruúrvalið hjá Bústoð hefur líka verið að taka smávegis breytingum undanfarið. Við erum að reyna að byggja upp aðeins meiri sérstöðu á markaðnum og bjóða upp á fjölbreytni í vöruúrvali.“ 

Tilboð í tilefni Ljósanætur

Um næstkomandi helgi verður mikið húllumhæ í Reykjanesbæ þegar fjölskyldu- og menningarhátíðin Ljósanótt fer fram. Verslunin Bústoð tekur þátt í hátíðinni með sínum hætti að vanda og býður upp á ýmis tilboð í tilefni Ljósanætur.  

„Ég get fullyrt að vöruúrvalið hefur aldrei verið eins gott síðan ég byrjaði hérna. Hér ættu allir að geta fundið sér eitthvað fallegt fyrir heimilið eða til að gefa öðrum. Í tilefni af Ljósanótt verðum við með mörg skemmtileg tilboð af húsgögnum og svo verður 20% afsláttur af gjafavörunni,“ segir Björgvin og tilhlökkunin leynir sér ekki. 

„Við bjóðum upp á góð tilboð við góð tilefni en gætum að góðu hófi hvað afsláttardaga varðar - enda er gott verð allt árið um kring okkar einkennismerki.“


 

mbl.is