Skemmtilegt að fólk bíði eftir Tax free

Rakel Ósk Hreinsdóttir, vörustjóri snyrtivörudeildar Hagkaups: „Almennt er nú mikil …
Rakel Ósk Hreinsdóttir, vörustjóri snyrtivörudeildar Hagkaups: „Almennt er nú mikil leynd yfir því hvenær við höldum Tax free dagana en við teljum að viðskiptavinir okkar séu þó komnir á lagið með hvenær dagarnir eru, eða svona um það bil.“ Aðsend mynd

Fyrir nákvæmlega tuttugu árum síðan bauð Hagkaup í fyrsta sinn upp á Tax free daga sem þekktist ekki hér á landi á þeim tíma en þá er boðið upp á 19.36% afslátt af allri snyrtivöru. Þá var þetta hins vegar kallað fríhafnardagar og að sögn Rakel Ósk Hreinsdóttur, vörustjóra snyrtivörudeildar Hagkaups, hafa þessir dagar notið ómælda vinsælda í öll þessi ár.

„Það var einmitt í september 2003 sem starfsmenn Hagkaups komu með þá hugmynd hvort það væri ekki snjallt að bjóða viðskiptavinum upp á Tax free kjör eins og tíðkaðist í fríhöfninni. Þá beið fólk oft með öll snyrtivörukaup ef ferðinni var heitið erlendis. Hins vegar voru ekki alltaf allir á leið erlendis þannig að af hverju að bíða eftir næsta fríi þegar þú getur stokkið út í næstu Hagkaupsbúð og verslað snyrtivörur á góðum kjörum.“

Hagkaup hélt fermingarkvöld fyrr á árinu þar sem fermingarbörn og …
Hagkaup hélt fermingarkvöld fyrr á árinu þar sem fermingarbörn og þeirra forráðamönnum var boðið að koma í kennslu í húðumhirðu og förðun fyrir þennan aldurshóp. Aðsend mynd

Salan eykst á hverju ári

Að þessu sinni er Tax free til 6. september og Rakel Ósk talar um að það komi alltaf jafnmikið á óvart að salan aukist í hvert sinn sem Tax free er haldið.

„Þótt við höldum þessa daga um það bil fjórum sinnum á ári þá eykst salan í hvert sinn og viðskiptahópurinn stækkar sem er að sjálfsögðu okkar markmið. Almennt er nú mikil leynd yfir því hvenær við höldum Tax free daga en við teljum að viðskiptavinir okkar séu þó komnir á lagið með hvenær dagarnir eru, eða svona um það bil,“ segir Rakel Ósk og hlær.

„Ég held að ég sé ekki að ýkja þegar ég segi að algengasta spurningin sem allir starfsmenn Hagkaups fái er hvenær sé næst Tax free. Það er ótrúlega skemmtilegt að fólk bíði eftir þessum dögum og hafi áhuga á að koma til okkar.“

Fyrir tuttugu árum síðan bauð Hagkaup í fyrsta sinn upp …
Fyrir tuttugu árum síðan bauð Hagkaup í fyrsta sinn upp á Tax free daga en þá er boðið upp á 19.36% afslátt af allri snyrtivöru. Aðsend myndMunar miklu um afsláttinn

Aðspurð hvort fólk fresti því markvisst að kaupa snyrtivörur til að versla á Tax Free segir Rakel að eflaust sé það þannig í einhverjum tilfellum.

„Við erum að sjálfsögðu með gott rennsli í búðina allt árið um kring en auðvitað vilja viðskiptavinir okkar bíða eftir dögum þar sem sérstök kjör eru í boði. Oft á tíðum eru þetta dýrar vörur og það munar miklu að fá afslátt. Ætli fólk fólk bíði því ekki með ákveðnar vörur en þó ekki allar. Við erum virkilega ánægð með að geta boðið okkar viðskiptavinum upp á þessa daga og þessi kjör,“ segir Rakel Ósk og bætir við að „undanfarin ár höfum við markvisst byggt upp snyrtivörudeildina okkar og hún er sú stærsta á landinu. Auk þess höfum við endurnýjað deildirnar okkar til þess að auka notendaupplifun. Við viljum veita framúrskarandi þjónustu og erum alltaf að leita leiða til þess að gera betur. Við höfum verið með sérstaka viðburði á Tax free dögum sem og yfir árið og til dæmis héldum við fermingarkvöld fyrr á árinu þar sem við buðum fermingarbörnum og þeirra forráðamönnum að koma í kennslu í húðumhirðu og förðun fyrir þennan aldurshóp. Við stefnum að því að hafa enn fleiri viðburði og námskeið, enda af nógu að taka í okkar deildum.“

Einföld hugmynd sem lifir enn

Rakel talar um að Tax free sé líka mjög vinsælt fyrir þá sem eigi ekki heimangengt og þá komi vefsíða Hagkaups að góðum notum.

„Við opnuðum glæsilega vefsíðu fyrir tveimur árum og slógum enn eitt tax free metið í júní á þessu ári. Þessi aukning hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Við finnum að salan á netinu er sífellt að verða meiri og við höldum vel utan um okkar vefsíðu og erum ávallt að stækka hana með því að bæta við vörum og bæta þjónustuna,“ segir Rakel og bætir við að augljóst sé að dagarnir hafi fest sig vel í sessi hjá landanum.

„Þetta byrjaði sem einföld hugmynd að geta keypt snyrtivörur á betra verði án þess að þurfa að fara erlendis eða versla í fríhöfn. Og svo gengur þetta það vel að við erum hér enn tuttugu árum síðar með þessa vinsælu daga. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að geta boðið upp á þessi kjör og við sjáum það á aukningu í sölu og viðskiptavinum, hvort sem það er í verslun eða á vefnum okkar, að viðskiptavinir okkar eru að nýta sér þessa daga og eru ánægðir með að geta verslað snyrtivörur á betri kjörum.“

Hagkaup er með Tax free daga til 6. september en …
Hagkaup er með Tax free daga til 6. september en þessir dagar hafa gjarnan verið mjög vinsælir hjá landsmönnum. Aðsend mynd
mbl.is