Munnúðarnir sem margborga sig

Úlfar Konráð Svansson, vörumerkjastjóri hjá Artasan, og Ásdís Birta Auðunsdóttir, …
Úlfar Konráð Svansson, vörumerkjastjóri hjá Artasan, og Ásdís Birta Auðunsdóttir, heilsu- og næringarfulltrúi hjá Artasan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Munnúðarnir frá Better You eru einstaklega góð lausn til að innbyrða ráðlagðan dagskammt af D-vítamíni sem gegnir fjölda mikilvægra hlutverka í líkamanum.

Á Íslandi er sérlega mikilvægt að huga að inntöku D-vítamíns á formi bætiefna, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Ástæðan er sú að því hærra sem sólin er á lofti, því meira D-vítamín getum við nýtt. Hér á landi er sólin ekki nægilega hátt á lofti stóran hluta ársins. Það er sérlega óheppilegt fyrir okkur þar sem lítill séns er á að framleiðsla D-vítamíns geti orðið til í húð okkar.

En af hverju er D-vítamín svona mikilvægt fyrir okkur? Jú, D-vítamín gegnir ýmist lykilhlutverki í viðhaldi sterkra beina og tanna og skiptir til að mynda sköpum í viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfsemi sem og fyrir heilbrigt ónæmiskerfi. Hins vegar er þó margt sem gefur til kynna að D-vítamín gegni mun víðtækara hlutverki en talið var og það sé í raun grundvallarefni til að viðhalda heilsu og vellíðan okkar og fyrirbyggja hina ýmsu heilsufars kvilla.

D-vítamín gegnir veigamiklu hlutverki í starfsemi líkamans.
D-vítamín gegnir veigamiklu hlutverki í starfsemi líkamans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margir eiga erfitt með að innbyrða D-vítamín í föstu formi

Mörgum hverjum getur þótt heldur erfitt að innbyrða mikilvægt D-vítamín í föstu formi en þá eru munnúðar einstaklega hentug og áhrifarík leið til að innbyrða ráðlagðan dagskammt. Munnúðarnir frá Better You eru sérstaklega hannaðir þannig að þeir frásogist beint inn í blóðrásina en með því að spreyja undir tungu eða út í kinn fer vökvinn fram hjá meltingarveginum og tryggir þannig hámarks upptöku.

Munnúðar eru einföld leið fyrir alla. Sérstaklega þá sem eiga í erfiðleikum með að kyngja töflum og hylkjum eða hafa undirliggjandi kvilla á borð við meltingarvandamál, en ekki síður fyrir börn á öllum aldri.

„D-vítamín spilar stórt hlutverk þegar kemur að heilsu okkar og vellíðan og er því sérlega mikilvægt að huga vel að forða líkamans, sérstaklega núna þegar sólin fer dvínandi hér á Íslandi. Better You munnúðarnir eru einfaldir og margborga sig fyrir okkur öll.“ – Ásdís Birta, BS gráða í næringarfræði.

D-vítamín inntaka er allra meina bót fyrir líkama og sál …
D-vítamín inntaka er allra meina bót fyrir líkama og sál - þá sérstaklega þegar mesta skammdegið skellur á. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Better You munnúðar fyrir allan aldur

Better You vörurnar hafa notið mikilla vinsælda og ekki af ástæðulausu. Mikið er lagt upp úr gæðum og að upptaka vítamína sé tryggð. Better You framleiðir öll þau helstu vítamín sem þörf er á fyrir eðlilega líkamsstarfsemi en D-vítamín línan hefur slegið í gegn. Línan hentar öllum aldurshópum sem henta hverjum og einum hverju sinni. Mismunandi styrkir eru fáanlegir og misjafnt hvað hverjum hentar en vörurnar fást í styrkleikum allt frá 10 - 100 µg (míkrógrömm).

D1000 munnúðinn inniheldur 25 míkrógrömm í ráðlögðum dagskammti og hentar 8 ára og eldri. Næsti styrkur hjá Better You er D3000 sem inniheldur 75 míkrógrömm af D3-vítamíni í ráðlögðum dagskammti og hentar 13 ára og eldri. D4000 inniheldur 100 míkrógrömm af D-vítamíni í skammti.

Ásdís Birta, heilsu- og næringarfulltrúi, segir Better You munnúðana einfalda …
Ásdís Birta, heilsu- og næringarfulltrúi, segir Better You munnúðana einfalda leið til að viðhalda ráðlögðum dagskammti af D-vítamíni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Better You finnur einnig til samfélagslegrar ábyrgðar og hefur tileinkað sér þann frábæra eiginleika að tryggja að vöruúrvalið hafi sem minnst skaðleg áhrif á jörðina. Allar vörur frá Better You eru því lausar við pálmaolíu og eru pakkaðar í endurunnið plast úr sjó sem er allt 100% endurvinnanlegt.

„Better You munnúðarnir henta fyrir alla fjölskylduna þar sem mismunandi styrkir eru til sem henta hverjum og einum, úðarnir fást í styrkleika allt frá 10 µg til 100 µg. Munnúðar eru einföld leið til þess að fá þetta mikilvæga vítamín í líkamann fyrir alla fjölskylduna.“ – Úlfar Konráð vörumerkjastjóri Better You á Íslandi.

Ekki gleyma að gefa börnunum D-vítamín

Börn þurfa líkt og aðrir að fá D-vítamín viðbót frá unga aldri þar sem móðurmjólk inniheldur ekki nægjanlegt magn til að uppfylla þarfir barna. Því er mikilvægt að gefa viðbót fljótlega eftir fæðingu.

Fyrstu ár ævinnar eru beinin að vaxa og þéttast og skiptir því miklu máli að börn fái viðbót til að stuðla að viðhaldi eðlilegra beina. D-vítamín er að auki nauðsynlegt fyrir upptöku og nýtingu á kalki, sem og mikilvægt fyrir tennur og eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins. Börnum er ráðlagt að fá 10 míkrógrömm af D-vítamíni daglega.

D400 Infant frá Better You er hugsað fyrir börn yngri en þriggja ára. Munnúðinn inniheldur 10 míkrógrömm af D-vítamíni og er bragðlaus sem hentar einstaklega vel fyrir þau allra yngstu. D400 Junior er ætlað börnum eldri en þriggja ára og inniheldur sama magn af D-vítamíni eða 10 míkrógrömm og er að auki með bragðgóðu piparmyntu bragði.

„Hugum að mikilvægri D-vítamín inntöku alla tíð, frá fæðingu upp til eldri ára með Better You munnúðunum.“

Munnúðarnir frá Better You fást í öllum helstu apótekum og …
Munnúðarnir frá Better You fást í öllum helstu apótekum og stórmörkuðum og eru fáanlegir í mismunandi styrkleikum sem henta hverjum og einum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is