Falin perla í náttúruparadís

Hótel Varmaland leynist á milli fallegra klettabelta í Borgarfirði en …
Hótel Varmaland leynist á milli fallegra klettabelta í Borgarfirði en hróður þessa fjögurra stjörnu hótels hefur borist víða. Ljósmynd/Aðsend

Á milli fallegra klettabelta í Borgarfirði, umvafið trjám og einstakri náttúru, leynist Hótel Varmaland í kyrrlátri og fallegri sveit. Hótelið er staðsett í Stafholtstungum í Borgarfirði, í húsi sem eitt sinn hýsti Húsmæðraskólann á Varmalandi. Hótelið er því örstutt frá Borgarnesi og eingöngu í rúmlega klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Herborg Svana Hjelm hótelstjóri segir að Hótel Varmaland sé einstakt að því leyti að það sé staðsett í svakalegri náttúruparadís.

Herborg Svana Hjelm, hótelstjóri Hótel Varmalands, býst við annasömum en …
Herborg Svana Hjelm, hótelstjóri Hótel Varmalands, býst við annasömum en skemmtilegum vetri enda er hótelið mjög vinsælt hjá Íslendingum. Ljósmynd/Aðsend

„Það er mikil kyrrð hér og einstök náttúrufegurð. Þetta er því einkar heillandi og friðsælt, í raun falin perla,“ segir Herborg og bætir við að á hótelinu séu 58 herbergi af ýmsum stærðum. „Þetta er mjög fallegt hótel, það verður bara að viðurkennast enda erum við með fjögurra stjörnu vottun. Við erum auk þess búin að fá fullt af verðlaunum héðan og þaðan um heiminn og eigum von á tveimur í viðbót þannig að þetta gengur mjög vel,“ segir Herborg hógvær.

„Skólahald í Húsmæðraskólanum lagðist af seint á níunda áratugnum og eftir það var alls kyns rekstur hér í einhver ár. Húsið hefur tekið miklum breytingum og við lögðum sérstaklega mikla vinnu í að gera hótelið þannig að það tengdist þessari miklu og fallegu náttúru hér. Þannig höfum við líka náð að nýta rýmið sem best. Nýjustu breytingarnar hjá okkur eru þær að við erum búin að opna glæsilegt útisvæði með tveimur heitum pottum, köldum potti og blautgufu.“

Fjallahringur héraðsins nýtur sín vel frá veitingastaðnum Calor sem er …
Fjallahringur héraðsins nýtur sín vel frá veitingastaðnum Calor sem er á efstu hæð Hótel Varmalands. Útsýnið er einstakt og síbreytilegt eftir veðri. Ljósmynd/Aðsend

Fjögurra stjörnu veitingastaður

Það er ekki bara hróður hótelsins sjálfs sem hefur borist víða því þar er líka einstakur veitingastaður, Calor, undir stjórn Elmars Daða Sævarssonar yfirkokks. Hægt er að taka á móti 180 manna hóp í mat þegar mest lætur og Herborg talar um að veitingastaðurinn sé ekki bara vinsæll vegna sérstaklega góðs matar.

„Calor er á efstu hæð og það er því stórbrotið útsýni til allra átta yfir Borgarfjörðinn. Glerveggir þekja þrjár hliðar salarins og fjallahringur héraðsins nýtur sín því vel. Í raun líkist útsýnið einna helst listaverki, sem breytist eftir því hvernig veðrið er þann daginn. Á Calor bjóðum við upp á morgunverðarhlaðborð, árstíðatengdan „a la carte" matseðil auk þess sem við sérsníðum matseðla fyrir hópa og ýmiss tækifæri,“ segir Herborg og bætir við að matargestir geti síðan fylgst með kokkunum á Calor við vinnu því í miðju veitingastaðarins er opið eldhús sem hefur vakið mikla lukku.

Jólahlaðborð Calor hafa verið mjög vinsæl og seljast gjarnan upp …
Jólahlaðborð Calor hafa verið mjög vinsæl og seljast gjarnan upp enda mikill metnaður lagður í umgjörð og matseld. Ljósmynd/Aðsend

„Jólahlaðborðið hefur verið mjög vinsælt hjá okkur en við höfum haldið jólahlaðborð í núverandi mynd í þrjú ár. Það hefur alltaf selst upp. Í ár er engin undantekning og það eru bara örfá sæti laus þrátt fyrir að ágúst sé varla liðinn. Kannski ekki furða því við leggjum mjög mikið upp úr því að hafa hlaðborðið sem glæsilegast og það hefur slegið í gegn, bæði hjá hópum og einstaklingum.“

Vinsælar hvataferðir

Herborg talar um að stærsti viðskiptavinahópur Hótels Varmalands séu Íslendingar enda sé mjög vinsælt að koma þangað í vinnuferðir, hvataferðir og þess háttar. „Það er mikilvægt að geta fundað og unnið vel án utanaðkomandi áreitis og hér á Varmalandi er kyrrlátt umhverfi fjarri öllu amstri en á sama tíma þægileg nálægð við höfuðborgarsvæðið. Við höfum því lengi sérsniðið alls kyns lausnir fyrir fyrirtæki, ferðaskrifstofur og aðra hópa. Þetta er góð staðsetning fyrir alls kyns hvataferðir því það er stutt að fara allt auk þess sem það eru margar auðveldar gönguleiðir hér í kring. Þá er mikið af fjölbreyttri afþreyingu í uppsveitum Borgarfjarðar, hvort sem fólk vill láta líða úr sér í Kraumu, skoða sögulega staði eins og Reykholt eða taka inn orku frá fossum á við Hraunfossa og Barnafossa,“ segir Herborg sem býst við annasömum en skemmtilegum vetri.

Í miðju veitingastaðarins Calor er opið eldhús sem hefur vakið …
Í miðju veitingastaðarins Calor er opið eldhús sem hefur vakið mikla lukku því þá er hægt að fylgjast með kokkunum að störfum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert