Ellingsen á sér stað í hjarta landans

Ellingsen var stofnað árið 1916 en verslunin er vinsæl hjá …
Ellingsen var stofnað árið 1916 en verslunin er vinsæl hjá barnafjölskyldum, útivistarfólki sem og öðrum. mbl.is/Árni Sæberg

Hver man ekki eftir því að hafa lagt leið sína vestur í bæ í Ellingsen til að kaupa gúmmiskó, ullarsokka og stígvél? Með góðu og breiðu vöruúrvali hefur Ellingsen fest sig í sessi sem hverfisverslun fyrir Vesturbæinn og Seltjarnarnesið auk þess sem landinn er duglegur að koma við í versluninni til að næla í það sem þarf, sérstaklega fyrir barnafólk enda mikið úrval af útivistarfatnaði á góðu verði. Þá er Ellingsen líka með verslun á Akureyri og úrvalið er ekki síðra þar.

Ellingsen var stofnuð árið 1916 og hefur í gegnum tíðina sett sitt mark á verslunarsögu okkar Íslendinga en verslunin hefur aldeilis þróast í áranna rás og í dag er hún sannkölluð ævintýraverslun fjölskyldunnar. Þar er að finna eitt mesta úrval landsins af vörum fyrir hefðbundna útivist fyrir alla fjölskylduna, að sögn Maríu Valdimarsdóttur, innkaupa og verslunarstjóra Ellingsen.

Íslendingar kunna að meta gæði á góðu verði og Didrikson …
Íslendingar kunna að meta gæði á góðu verði og Didrikson hentar einkar vel við íslenskar aðstæður. mbl.is/Árni Sæberg

Í versluninni fæst einnig allt fyrir útileguna og þá er Rafhjólasetrið, sem er deild innan Ellingsen, með eitt mesta úrval landsins af rafhjólum. María talar um að Íslendingar kunni að meta gæði á góðu verði og gæðavörurnar frá Viking og Didrikson henti vel við íslenskar aðstæður og hafa reynst íslendingum vel í gegnum árin.

„Við erum með mikið vöruúrval og vörulínurnar eru alltaf að þróast með tilliti til þæginda og tísku. Gömlu gúmmiskórnir og svörtu Viking stígvélin standa alltaf fyrir sínu en Íslendingar eru æ meðvitaðari um að klæða sig eftir veðri hvort sem það er í fatnaði eða skófatnaði, þannig að það er alltaf gaman að sjá hvað það eru góðar móttökur við ýmsar nýjungar.“

Það er mikilvægt að vanda valið við kaup á gönguskóm …
Það er mikilvægt að vanda valið við kaup á gönguskóm en í Ellingsen má fá góð ráð við valið. mbl.is/Árni Sæberg

Vandaður útivistarfatnaður á alla fjölskylduna

Þá talar María um að í Ellingsen sé sérstök áhersla lögð á vandaðan útivistarfatnað bæði fyrir börn og fullorðna og þar megi helst nefna norska ullarfatnaðinn frá Devold sem hefur verið fáanlegur í Ellingsen um árabil.

„Devold ullarfötin er unnin úr 100% Merino ull og hentar allt árið um kring, hvernig sem viðrar. Það sem einkennir Merino ullina er að hún vinnur náttúrulega með hitakerfi líkamans og jafnar líkamshitann með því að draga í sig rakann sem líkaminn gefur frá þér og sleppir honum út. Þegar það er kalt í veðri dregur ullin í sig raka og myndar hita. Með þessu móti hjálpar ullin okkur að viðhalda jöfnu hitastigi líkamans svo okkur líði vel í hvaða hitastigi sem er.

Þetta er grundvallaratriði þegar kemur að vali á útivistarfatnaði; að innsta lagið sem er næst húðinni sé úr vönduðum og góðum efnum og byggja svo ofan á viðeigandi millilag og hlífðarfatnað allt eftir veðri og vindum,“ segir María og bætir við að svo ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Ellingsen þegar kemur að yfirhöfnum og hlífðarfatnaði.

„Ameríska útivistarmerkið Columbia er í mikilli sókn og fyrir veturinn fáum við stóra sendingu af úlpum fyrir alla fjölskylduna. Sérstaklega er úrvalið mikið fyrir börnin þar sem gæði og gott verð fara saman.“

Í Ellingsen er mikið vöruúrval og vörulínurnar eru alltaf að …
Í Ellingsen er mikið vöruúrval og vörulínurnar eru alltaf að þróast með tilliti til þæginda og tísku. mbl.is/Árni Sæberg

Starfsmenn leiðbeina við val á réttum gönguskóm

Sænska útivistarmerkið Pinewood er skemmtileg viðbót við vöruúrvalið í Ellingsen og María talar um að fatnaðurinn henti vel í alla útivist. „Hvort sem þú ert á leið í sumarbústaðinn, veiði, fjallgöngu eða bara á göngu með hundinn þá getur þú notið þín í náttúrunni í smart og þægilegum fatnaði. Köflóttu skyrturnar hafa verið sérstaklega vinsælar hjá okkur og þetta nýja merki hefur farið vel af stað hjá okkur þar sem það hefur svo mikla breidd.

Þetta er sannkallað lífstílsmerki, bæði fyrir herra og dömur, og núna erum við einnig að fá inn barnafatnað í þessu merki þannig að öll fjölskyldan getur notið sín í nátturunni í tímalausri hönnun.“

Þá er mikilvægt að vanda valið við kaup á gönguskóm en Ellingson býður upp á breitt úrval í skófatnaði, að sögn Maríu. „Allir ættu að geta fundið skó við sitt hæfi þar sem mikil breidd er í vöruúrvali. Allt frá utanvega-, göngu-, og hlaupaskóm upp í stífa gönguskó fyrir meira krefjandi göngur. Ekki má svo gleyma kuldaskónum á börnin frá Ecco, Sorel og Viking sem hafa um árabil haldið litlu táslunum hlýjum og þurrum yfir íslenska veturinn.“

Stefán Guðmundsson, innkaupa- og verslunarstjóri Rafhjólaseturs Ellingsen, segir mikla sérfræðiþekkingu …
Stefán Guðmundsson, innkaupa- og verslunarstjóri Rafhjólaseturs Ellingsen, segir mikla sérfræðiþekkingu og vönduð hjólamerki setja svip sinn á verslunina. Árni Sæberg

Mikið úrval af rafmagnshjólum

Mikil og góð sérfræðiþekking starfsfólks Rafhjólasetursins ásamt vönduðum hjólamerkjum setja svip sinn á Ellingsen, að sögn Stefáns Guðmundssonar, innkaupa- og verslunarstjóri Rafhjólaseturs Ellingsen.

„Við stofnun Rafhjólasetursins var strax mörkuð sú stefna að boðið yrði upp á sem mestu breiddina í rafhjólum á Íslandi. Í því fólst að bjóða upp á mismunandi rafhjól sem henta fyrir mismunandi þarfir fólks og aðstæður þess. Það hefur haft í för með sér að á undanförnum árum hefur Rafhjólasetur átt stóra hlutdeild á markaði í sölu á rafmagns-fjölskylduhjólum af margvíslegu tagi. Þar ber helst að nefna skuthjólin eða longtail cargo eins og þau nefnast á ensku, þar sem hægt er að reiða tvö börn aftan á löngum bögglaberanum sem er jafnframt í boði með öryggisgrind til að verjast falli. Einnig eru framhlöðnu raf-fjölskylduhjólin, þar sem er pláss fyrir allt að þrjú börn, sífellt að verða vinsælli,“ segir Stefán og bætir við að Rafhjólasetur státi í dag af fjórum þekktum og góðum hjólamerkjum á heimsvísu.

„Merida, Riese & Müller, Tern og Mate en þessi síðastnefndu eru með samanbrjótanleg rafhjól sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi hjá fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í rafhjólasenunni og leitar að rafhjóli á hagstæðu verði. Þessi hópur viðskiptavinanna er mjög breiður og ólíkur, allt frá 16 ára unglingum upp í 80 ára einstaklinga.

Þá verð ég líka að minnast á Merida sem er eitt af fimm stærstu hjólamerkjum í heiminum í dag. Merida framleiðir bæði rafhjól og hefðbundin hjól og hefur þetta merki vakið athygli fyrir vandaða hönnun og mikið úrval hjóla en það framleiðir fjalla-, gravel-, racer- og götuhjól. Hjólin frá Riese & Müller hafa líka verið vinsæl en öfugt við marga aðra hjólaframleiðendur fer framleiðslan á hjólum Riese & Müller að mest öllu leyti fram í verksmiðju þeirra í Þýskalandi.

Það er hugsað út í hvert smáatriði hjá Riese & Müller og eru öll rafhjólin þeirra knúin af Bosch rafmótorum og búnaði honum tengdum. Þessi rafhjól þykja með þeim vandaðri á markaðnum um allan heim og er kunn fyrir að vera sterkbyggð, áreiðanleg og fáguð,“ segir Stefán og leggur áherslu á að rafhjólin séu frábær allt árið um kring.

Í Ellingsen er mikil breidd af rafhjólum sem og aukahlutum …
Í Ellingsen er mikil breidd af rafhjólum sem og aukahlutum fyrir alls kyns hjól. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert