Skemmtilegar vörur í útieldhúsið

Reyklaus eldstæði frá Solo Stove hafa farið sigurför um heiminn …
Reyklaus eldstæði frá Solo Stove hafa farið sigurför um heiminn enda fátt sem jafnast á við að sitja í góðra vina hóp við fallegan bálköst. Ljósmynd/Aðsend

Flestir eru sammála um að maturinn smakkist betur utandyra og ekki er verra ef hann hefur líka verið eldaður undir berum himni, jafnvel yfir lifandi eldi. Friðrikka Auðunsdóttir, sölustjóri Trefja í Hafnarfirði, segir að áhugi fólks á útieldhúsum hafi aukist undanfarið.

Margir Íslendingar hafa aðgang að garði eða verönd en nýta það takmarkað nema yfir hásumarið. „Hvernig væri að fjölga fjölskyldustundum í garðinum yfir árið?“ spyr Friðrikka. „Í Trefjum má finna sérlega vandaðar vörur frá Solo Stove sem eru þekktastir fyrir hin nánast reyklausu eldstæði sem hafa farið sigurför um heiminn. Við byrjuðum með eldstæði frá þeim fyrir nokkrum árum og höfum svo aukið vöruúrvalið jafnt og þétt. Hægt er að fá grillpönnu yfir eldinn, grillpinna og ýmis áhöld svo ekki sé minnst á pítsaofninn og tilheyrandi aukahluti.“

Vörurnar frá Solo Stove eru frá Bandaríkjunum svo það liggur beinast við að spyrja hvernig þær þoli íslenska veðráttu. „Allar vörurnar eru ryðfríar, allt frá grillpinnum fyrir sykupúðana upp í stærstu eldstæðin. Ætli svuntan fyrir pítsubakarann sé ekki eina varan sem ekki er ryðfrí?“ segir Friðrikka og hlær. „Svo er hægt að fá hlífar fyrir alla þá hluti sem standa úti. Þau sem hafa átt eldstæði, sem hefur staðið úti í tvö þrjú ár segja lítið sjá á því. Og raunar verði það fallegra með hverri notkun.“

Friðrikka Auðunsdóttir, sölustjóri Trefja í Hafnarfirði, segir að áhugi fólks …
Friðrikka Auðunsdóttir, sölustjóri Trefja í Hafnarfirði, segir að áhugi fólks á útieldhúsum hafi aukist undanfarið og með útieldstæðum er hægt að fjölga gæðastundum í garðinum. Ljósmynd/Aðsend

Ógleymanleg stemning

Það jafnast fátt á við að sitja í góðra vina hóp við fallegan bálköst. „Stemningin sem myndast þegar fólk safnast saman við eldinn er ógleymanleg. Helsti kosturinn við eldstæðin er að þau veita yl án þess að reykur fylli vitin. Hönnunin tekur fyrst og fremst mið af því auk þess sem eldiviðurinn verður að fínni ösku svo afar auðvelt er að hreinsa eldstæðin,“ segir Friðrikka.

„Við ákváðum að bjóða líka upp á pítsaofn frá Solo Stove því við vissum að miðað við kröfurnar sem þau gera yrði líklega vandað til verks. Við urðum sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Eldbökuð pítsa er tilbúin á 90 sekúndum því ofninn hitnar vel en er nógu stór til þess að kantarnir verði hæfilega stökkir án þess þó að brenna við.“

Í pítsaofni frá Solo Stove verður eldbökuð pítsa tilbúin á …
Í pítsaofni frá Solo Stove verður eldbökuð pítsa tilbúin á 90 sekúndum því ofninn hitnar vel en er nógu stór til þess að kantarnir verði hæfilega stökkir án þess þó að brenna við.

Góð ráð fyrir pítsubakarann

Við báðum Friðrikku að lokum um að deila með okkur nokkrum ráðum fyrir pítsubakarann í garðinum. „Ef ég ætti að gefa fimm ráð svo eldbakaða pítsan heppnist fullkomlega væru þau þessi: Gott deig er lykilatriði, auðvitað hefur hver sinn smekk en það er erfiðara að eiga við deigið ef það er of blautt og eins ef það er ískalt.

Í öðru lagi er mikilvægt að huga að undirbúningi, hreinsa pítsusteininn áður en hafist er handa og hafa áleggið klárt þannig að deigið þurfi ekki að bíða of lengi á steininum áður en pítsunni er stungið í ofninn. Þá er gott að gefa ofninum korter eða tuttugu mínútur til að hitna og freistast ekki til að setja pítsuna inn fyrr en steinninn nær að minnsta kosti 400-450 gráðu hita. Þó að að ofninn sé stilltur á hæstu hitastillingu á meðan hann er að hitna gæti borgað sig lækka aðeins þegar pítsan er komin inn.

Að lokum er ráðlegt að fylgjast vel með pítsunni og snúa henni reglulega. Botninn bakast á rúmum 30 sekúndum og svo má byrja að snúa í um það bil mínútu. Og eins og það er freistandi að ráðst á hana og skera í sneiðar um leið og hún kemur út úr ofninum er best að hinkra aðeins svo áleggið renni ekki til. Voru þetta ekki fimm ráð?“ spyr Friðrikka og hlær.

Laxaspjót á grillpönnu með kúrbít og rauðlauk.
Laxaspjót á grillpönnu með kúrbít og rauðlauk. Ljósmynd/Aðsend

Laxaspjót á grillpönnu frá Solo Stove

500 g lax, skorinn í bita

2 tsk (4g) Cajun-krydd

2 kúrbítar, skornir í bita

1 rauðlaukur, skorinn í litla báta

1 msk (15 ml) olía

Sjávarsalt

Nýmalaður pipar

Aðferð:

1. Vættu átta pinna í vatni í sirka hálftíma.

2. Kryddaðu fiskinn og grænmetið. Veltu laxabitunum upp úr kryddinu. Settu svo kúrbitinn og laukinn í skál og veltu upp úr olíunni ásamt salti og pipar. 

3. Þræddu laxinn og grænmetið sitt á hvað upp á spjótin.

4. Raðaðu laxaspjótunum á grillpönnuna. Snúðu spjótunum við, þau þurfa ekki nema 5-6 mínútur á hvorri hlið. Eldaðu þau þar til laxinn er eldaður í gegn og grænmetið hefur mýkst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert